VALMYND ×

Fréttir

Breytt dagsetning á árshátíð

Við höfum tekið ákvörðun um að halda árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar fimmtudaginn 4. apríl í stað 14. mars þar sem samræmd próf fara fram í 9. bekk þá viku. Nemendur á unglingastigi eru þegar komnir með handrit í hendurnar og geta undirbúið sig heima áður en æfingar hefjast.

Deildarstjórastaða á Grænagarði

1 af 2

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra við leikskólann Grænagarð á Flateyri. Um er að ræða 80-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Grænigarður er staðsettur í fallegu umhverfi þar sem stutt er í allt, fjöruna, fjöllin, hvítu ströndina og sveitasæluna. Grænigarður leggur áherslu á jákvætt starfsumhverfi, gleði og kærleika. Áhersla er einnig lögð á gott samstarf við foreldra, hreyfingu, útiveru og frjálsan leik.

Helstu verkefni

 • Tekur þátt í gerð skólanámsskrár, ársáætlunar, mati á starfssemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan hennar og milli leikskólastjóra og deildarinnar
 • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl

Hæfnikröfur

 • Leyfisbréf leikskólakennara
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2019. Umsóknir skulu sendar til Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur skólastjóra á netfangið Kristbjorgre@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Sunna í síma 450-8360 eða á í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Viðtöl í grunnskóla á þriðjudag og miðvikudag

Viðtöl nemenda Grunnskóla Önundarfjarðaar og foreldra við umsjónarkennara fara fram eftir hádegi á þriðjudaginn og miðvikudaginn 29.-30. janúar. Á mentor er hægt að velja sér viðtalstíma eða hafa samband við umsjónarkennara ef þeir tímar sem þar er boðið upp á henta ekki. Einnig vil ég minna nemendur á að opna mentor.is og gera sjálfsmat. 

Starfsdagur á mánudaginn

Heil og sæl

 

Mánudaginn 28. janúar verður starfsdagur 'i Grunnskóla Önundarfjarðar og einnig í Leikskólanum Grænagarði. Báðir skólarnir eru því lokaðir allan þann dag. 

Litlu jól og jólafrí

20. desember „Litlu jólin“ kl. 9:30-12:10

Nemendur mæta spariklæddir í skólann kl. 9:30 með lítinn pakka í pakkaleik (gjöf sem kostar 500-1000 kr.) og lítið kerti til að búa til notalega stemningu í stofunni. Boðið verður upp á kakó og smákökur. 

Fyrir klukkan 11 verður farið á leikskólann þar sem dansað verður í kringum jólatré og væntanlega mæta þar jólasveinar. 

Af leiksklólanum höldum við svo öll saman í Gunnukaffi þar sem snæddur verður hátiðar málsverður. Að máltíð lokinni eru allir komnir í jólafrí. 

Töfrasýning Einars Mikaels í boði foreldrafélagsins

Föstudaginn 14. desember kemur Einar Mikael töframaður í heimsókn og heldur sýningu fyrir nemendur leikskóalns og grunnskólans. Sýningin verður í leikskólanum kl 9:30 og er í boði foreldrafélagsins.

Samfélagsvika

Í tilefni af samfélagsviku lýðháskólans ætla skólarnir þrír á Flateyri að vinna saman í næstu viku.


Á mánudaginn verður förndurstund í grunnskólanum frá kl 13:30-16:00. Lýðhálskólanemar leiða föndrið og verður boðið upp á smá hressingu á staðnum. 


Á þriðjudaginn verður svo jólatarzanleikur og þrautabraut í íþróttahúsinu kl. 14:00-15:30.


Öllum grunnskólanemendum og elstu nemendum leikskólans er boðið að taka þátt báða dagana.

Kaffihússkvöld

Heil og sæl

 

Nú er loksins að koma að kaffihússkvöldinu okkar í Grunnskóla Önundarfjarðar. Bæði yngri og eldri nemendur hafa verið að vinna verkefni sem þeir ætla að sýna gestum. Eldri nemendur ælta að útbúa veitingar og selja á sanngjörnu verði.  Við hlökkum mikið til taka á móti gestum frá kl 17:00 mánudaginn 3.desember. 

Íþróttahátíðin í Bolungarvík

Hin árlega íþróttahátíð í Bolungarvík verður haldin fimmtudaginn 25. október. Hátíðin verður sett kl. 10 og henni lýkur svo með balli kl.23:00. Ef allt gengur að óskum verður keppni lokið um kl.18:45 og ballið byrjar kl.20:00. Tímann á milli er hægt að nota til að borða og græja sig fyrir ball. Allir skólar fá afnot af kennslustofu sem verður læst þar sem hægt er að geyma dót og verðmæti. Einarshús og Sjoppan verða með einhver tilboð á mat þennan dag og þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá afhentar samlokur hjá Jónu Láru. Einnig verður sjoppa á staðnum þar sem hægt verður að kaupa samlokur og drykki og einnig miða á ballið.
Ballið er haldið í skólanum og er miðaverð 1.200 kr. og sjá Aron Can og DJ um skemmtunina 
Farið verður á einkabílum starfsmanna skólans. Starfsmenn frá skólanum verða á svæðinu allan tímann.
Grunnskóli Önundarfjarðar treystir því að allir mæti með góða skapið og keppnisskapið fyrir leikina.