VALMYND ×

11. maí - skólahald með eðlilegum hætti

Nú er það orðið ljóst að við fáum að fylgja þeim reglum sem gilda annarsstaðar á landinu hvað varðar samkomubann frá og með mánudeginum 11. maí. Hópar mega telja 50 manns, og tveggja metra reglan er ekki lengur í gildi hvað börn varðar. 

Skólahald færist þá í eðlilegt horf.

Grunnskólinn: Kennarar fara þá á milli hópa svo kennsla getur verið samkvæmt stundaskrá þar sem það á við en hefð er fyrir því að brjóta stundaskrána talsvert upp í maí. Nemendur taka sér göngu í hádeginu og borða í Gunnukaffi.  Kennarar sem koma utanað fá að koma til okkar aftur svo við getum haldið áfram með hönnun og smíði, dans og tónlist. Ninna námsráðgjafi og Helena skólahjúkrunarfræðingur munu láta sjá sig fljótlega. 

Leikskólinn: Kennarar mega aftur fara á milli hópa svo það hópastarfs skipulag sem hófst fyrr á árinu getur haldið áfram, eins og í grunnskólanum er starfið í leikskólanu brotið upp á vorin með aukinni útiveru, Nemedahópar mega blandast og foreldrar mega fylgja börnum sínum  inn í fataklefann. 

Þetta verður allt léttara með þessum tilslökunum en við megum samt ekki sofna á verðinum. Áfram er tveggja metra regla í gildi á milli fullorðinna. Við höldum áfram handþvotti og sprittnotkun. Þeir sem finna fyrir flensulíkum einkennum ættu að vera heima uns þeir hafa fengið úr því skorið hvort þeir ættu að fara í sýnatöku. 

Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa staðið sig eins og hetjur í að aðlagast þessum aðstæðum sem hafa verið uppi undanfarið og eiga allir hrós skilið. 

Bestu kveðjur

Sunna