VALMYND ×

Fræðslufundur fyrir foreldra, um afleiðingar áfalla og leiðir til að takast á við þær.

Nú er Petra Hólmgrímsdóttir sálfræðingur búin að heimsækja okkur undanfarið og spjalla við börn og foreldra sem það hafa þegið og meta þjónustuþörf áfallameðferðar eftir snjóflóðin. Í framhaldi af þessari áfallavinnu verður hún með fræðslufund fyrir foreldra og verður hann í grunnskólanum þriðjudaginn 25. febrúar kl. 8:30. Á fundinum verður stutt fræðsla um hvernig afleiðingar áfalla birtast hjá börnum og farið yfir gagnlegar upplýsingar og leiðir fyrir foreldra til að takast á við afleiðingar áfalla með börnunum sínum. Eru foreldrar almennt séð mikilvægasti hlekkurinn í þeirri vegferð. Petra verður svo til viðtals eftir fundinn fyrir þá sem vilja. Áframhald verður á áfallavinnunni meðan þörf er á.