VALMYND ×

Góð námsvika að baki

Nemendur bjóða gesti velkomna
Nemendur bjóða gesti velkomna
1 af 10

Nú er lokið enn einni góðri námsvikunni og innihélt hún bæði Dag íslenskrar tungu og Dag mannréttinda barna. Af tilefni þessar tveggja daga héldum við okkar árlega kaffihús af því tilefni. Nám vikunnar einkenndist af undirbúningi fyrir kaffihúsið. Hér er kynning nemendanna á kaffihúsinu og segir hún allt sem segja þarf ásamt myndum: 

.

 

Góðir gestir við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á okkar árlega kaffihús. 

 

 

Við höfum alltaf kaffihús í tengslum við dag íslenskrar tungu en hann var fyrir tveimur dögum. Það er merkilegt að við eigum okkar sérstaka mál sem bara er talað hér á þessar

i eyju sem ekki er svo stór og íbúarnir aðeins um 370 þúsund. 

Til samanburðar má nefna að enska er móðurmál hátt í 370 milljóna og samt er það ekki það móðurmál sem flestir tala. 

 

Við verðum að passa vel upp á íslenskuna okkar og blanda ekki slettum úr öðrum málum inn í hana. 

Eftit tvo daga er Alþjóðadagur mannréttinda barna og við viljum líka tengja kaffihúsið okkar við vitund um réttindi barna. 

Til að minna okkur á þessi réttindi höfum við Barnasáttmála og eru eftirfarandi greinar dæmi úr honum: 

 

Öll börn eru jöfn og njóta sömu réttinda án mismununar af nokkru tagi. 

 

Öll börn hafa rétt á að tjá sig frjálslega um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim. 

 

Öll börn eiga rétt á því að deila skoðunum sínum, vitneskju og hvernig þeim líður, með því að tala um það, teikna, eða tjá sig á annan hátt svo lengi sem það hefur ekki skaðleg áhrif á annað fólk

 

Við erum að læra um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og það heimsmarkmið sem þið sjáið helst bregða fyrir hér núna er Sjálfbærni. Við bjuggum kertin til úr kertaafgöngum frá bæjarbúum. Við bökuðum allt sjálf og bjóðum upp á rabbarbarasultu sem við bjuggum sjálf til. Í verkefnum sem þið skoðið hjá yngra stiginu er efniviður sem hefur fallið til og einhverjir hefðu bara verið búnir að henda. 

Við njótum þeirra forréttinda að geta unnið með tækni og sýningin okkar ber þess merki. MIkill hluti skemmtunarinnar er falinn á bak við QR kóða. 

 

Þegar þið hafið notið veitinganna hér í dágóða stund munum við bjóða öllum sem það vilja að taka þátt í kahoot spurningakeppni sem við bjuggum til útfrá fuglunum sem eru á húsveggjum víða um bæinn. 

Síðan bjóðum við ykkur að ganga um og skyggnast á bak við QR kóðana. 

Takk fyrir komuna og Góða skemmtun.