VALMYND ×

Hertar aðgerðir- upplýsingar vegna leik og grunnskóla

Upplýsingar varðandi leikskólastarfið eftir helgina:
Allt getur haldið áfram með svipuðum hætti og verið hefur. Grímuskylda á við um fullorðna þegar ekki er hægt að halda 2 metrum á milli manna, t.d. í anddyri við upphaf og lok skóladags.
Nemendur leikskóla eru undanþegnir fjarlægðarmörkum og grímunotkun.
 
 
Upplýsingar varðandi grunnskólastarf eftir helgina: 
Ákvörðun hefur verið tekin um að mánudaginn 2. nóvember verður skipulagsdagur í öllum grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Fyrihugaður skipulagsdagur okkar föstudaginn 6. nóvember verður því skóladagur.
Er þetta gert í framhaldi af blaðamannafundi stjórnvalda fyrr í dag en ljóst er að reglugerð um skólastarf er enn nokkuð óljós.
 
 
Ég bið ykkur um að fylgjsat með fréttum en einnig mun ég senda nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir