VALMYND ×

Kennarar óskast í Grunnskóla Önundarfjarðar

Við erum að leita að kennurum fyrir næsta vetur. 

 

Grunnskóli Önundarfjarðar

Lausar eru til umsóknar kennarastöður í Grunnskóla Önundarfjarðar skólaárið 2017 til 2018. Um er að ræða kennslu í ýmsum greinum á öllum stigum sem og íþróttakennslu. Starfshlutfall er á bilinu 50-100%. Grunnskóli Önundarfjarðar er notalegur skóli með um 20 nemendur. Samkennsla er á yngsta-, mið- og unglingastigi. Einkunnarorð skólans eru virðing, metnaður, gleði og ábyrgð.

 

Menntunar og hæfnikröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

 

Umsóknum skal skilað til Unnar Bjarkar Arnfjörð skólastjóra á netfangið unnurbjork@isafjordur.is.  Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2017.

 

Nánari upplýsingar veitir Unnur í síma 450-8360 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.