VALMYND ×

Ljóða og smásagnamaraþon í undirbúningi

Unglingastigið okkar í grunnskóla Önundarfjarðar stefnir á ferðalag til London þar sem 9. og 10. bekkur sameinast um útskriftarferð. Þau hafa fengið margar góðar hugmyndir að fjáröflun og nú er komið að því að framkvæma eina af þeim flottari, ljóða og smásagna maraþon. Þennan viðburð eiga nemendur stóran hlut í að skipuleggja og undirbúa sjálfir. Öllu jöfnu er mikil áhersla á ljóð og smásögur í íslenskunámi þessara ungmenna og því ekki óeðlilegt að þessi hugmynd hafi sprottið út frá því. Í dag hefur staðið yfir bakstur og er húsið óðum að fyllast af girnilegum veitingum sem verða til sölu allan sólarhringinn sem maraþonið stendur yfir. Í undirbúningi og framkvæmd svona viðburðar reynir á hina ýmsu hæfniþætti nemenda og hafa þeir sýnt mikla hæfni í samvinnu og frumkvæði svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar og kennarar verða svo á hliðarlínunni og skipta með sér vöktum meðan á maraþoninu sjálfu stendur. 

Maraþonið hefst kl. 13:30 föstudaginn 7. febrúar og stendur til kl. 13:30 laugardaginn 8. febrúar.

Kaffiveitingar verða seldar á  1.500 kr fyrir stakt skipti en  2.500kr fyrir allan pakkan.

Dagskrá: 

Stanslaus ljóða og smásagnalestur þar sem gestir geta einnig komið inní með sín ljóð eða smásögu

kl. 16:00  kaffi og kökuhlaðborð.

kl. 19:00  súpa og brauð í kvöldmat

kl. 00:00  miðnætur kaffi.

kl. 12:00 dögurður

Hvert hlaðborð verður opið fram að næsta hlaðborði.

Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og njóta þessa viðburðar, og einnig að taka þátt með upplestri. 

Vonum að sjá sem flesta!