VALMYND ×

Mikilvæg skilaboð vegna hertra aðgerða á Norðanverðum Vestfjörðum

Í dag var tekin ákvörðun um að herða aðgerðir á Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Súðavík í samræmi við það sem áður hefur verið gert í öðrum byggðarkjörnum Norðanverðra Vestfjarða vegna covid-19. 

Þetta hefur í för með sér að leikskólinn Grænigarður verður lokaður frá og með morgundeginum og í óákveðinn tíma. Það er einnig ólíklegt að leik og grunnskóli taki til starfa strax að loknu páskafríi 14. apríl en nánari upplýsingar þar að lútandi munu berast þegar þar að kemur. 

Þegar farið var í páskafrí frá grunnskólanum á föstudaginn var ljóst að í þetta gæti stefnt svo allir nemendur fóru heim með námsgögn og tæki ef til þess kæmi að eingöngu yrði um að ræða fjarnám að loknu páskafríi. Nú bendir allt til að svo verði um tíma að minnsta kosti. Kennarar verða í sambandi við nemendur þriðjudaginn 14. apríl með nánari útlistun á því. 

Ég vil minna á mikilvægi þess að virða samkomubannið sem nú hefur verið hert niður í það að eingöngu mega vera fimm manns saman í hópi. Þetta þýðir einfaldlega að ekki á að fara í heimsóknir á milli húsa. Notið tæknina og takið myndsamtöl við vinina. 

Voandi ná allir að njóta pákafrísins sem vissulega er við óvenjulegar aðstæður þetta árið. 

Bestu kveðjur

Sunna