VALMYND ×

Nemendaferð á sýningunna Min framtíð 2019.

Í dag miðvikudag leggja nemendur af unglingstig ásamt umsjónarkennara sínum af stað í námsferð til Reykjavikur. Með í ferð eru unglingar og starfsmenn frá Suðureyri og Þingeyri. Markmið ferðarinnar er að skoða sýninguna Mín framtíð 2019 sem er haldin af Verkiðn í þeim tilgangi að auka sýnileika iðn og verkgreina. Nánar má lesa um sýninguna hér http://verkidn.is/?option=com_content&view=article&id=95%3Amin-framtie-2019&catid=2

Einnig verður tíminn notaður og sýningar í Perlunni skoðaðar, Undur í náttúru Íslands og Áróra, norðuljósasýning. 

Nemendur verða komnir heim á fimmtudagskvöld og verður skóladagur á föstudaginn. Á mánudag og þriðjudag tekur svo við vetrarfrí grunnskólanemenda á Flateyri.