VALMYND ×

Nú sígur á seinni hlutann af skólaári grunnskólans

Útieldun í upphafi skólaárs
Útieldun í upphafi skólaárs

Hér koma upplýsingar um síðustu skóladaga þessa skólaárs:

Yngri nemendurnir eru eins og áður hefur komið fram í útinámi þessar síðustu vikur skólaársins. Hafa þau margt aðhafst, verið að læra um fugla fjarðarins, mælt ýmsar vegalengdir, eldað og bakað við opinn eld, búið til flautur og vindhörpur, síað vatn svo það verði drykkjarhæft og svona mætti lengi telja. Næstu verkefni hjá þeim eru útilistaverk með stærðfræði ívafi og að setja niður í gróðurkassana. 

Unglingarnir eru að vinna að lokaverkefni sem tengist áhugasviði hvers og eins þeirra. Hafist var handa í upphafi síðustu viku og er áætlaður lokadagur fimmtudagur 28. maí. Verkefnin eru fjölbreytt og reyna á sjálfstæð vinnubrögð og aðra lykilhæfni. Ferlið gengur vel og er spennandi að fylgjast með. Einnig verður gaman að sjá þegar lokaafurðin lítur loks dagsins ljós eftir alla vinnuna. 

Á föstudaginn verður sameiginlegur dagur leik og grunnskóla þar sem farið verður í sólargöngu og síðan leikið á leikskólalóðinni uns deginum lýkur með grillveislu. 

Á þriðjudaginn í næstu viku verður svo farin vorferð eins og vant er. Að þessu sinni skiptist hópurinn í tvennt þar sem ákveðið var að unglingarnir fengju að gista eina nótt vegna þess að eiginlegt skólaferðalag þeirra frestast um eitt ár. Fara þeir í Heydal og dvelja þar í sumarbúsatð og njóta afþreyingar sem boðið er upp á þar. Ferð yngri nemendanna, skóalhóps, yngsta stigs og miðstigs, verður óvissuferð en upplýsingar um hvað þurfi meðferðist ,,í raun og veru" munu berast foreldrum tímanlega. 

Miðvikudagurinn 3.júní er svo starfsdagur í grunnskólanum og  fimmtudaginn 4. júní mæta nemendur og foreldrar til skólaslita sem verða við hátíðlega athöfn. Fjórir nemendur hafa lokið grunnskólagöngu sinni og verða útskrifaðir. Uppstilling mun gefa þeim sem það kjósa möguleika á að halda tveggja metra reglunni.