VALMYND ×

Opinn dagur fimmtudaginn 19. maí.

Kofi í smíðum
Kofi í smíðum
1 af 5

Heil og sæl

Opinn dagur, samvinna leik og grunnskóla fimmtudaginn 19. maí 2022. 

Nú erum við búin að ákveða dagskrá opna dagsins og ætlum ekki að láta riginingarspá hafa áhrif á þá ákvörðun. Munið bara, bæði börn og fullorðnir, að koma klædd eftir því veðri sem verður þegar að þessu kemur. 

 

Við byrjum kl 8:15 og verðum til kl. 10:00

Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki sem reyna meðal annars á samvinnu þátttakenda. 

Síðan fá gestir og leikskólanemendur að taka þátt í starfi grunnskólanemenda: 

- Kofasmíði, endilega neglið nokkrar spýtur með okkur. 

- Gróðurkassar, endilega hjálpið okkur að koma útsæðinu niður. 

- Lestrarátak, hér þurfið þið að taka þátt með því að setja ykkur einstaklingsmiðað markmið í lestri rétt eins og við gerðum og mála síðan eina hellu fyrir hvert skipti sem þið náið markmiði (t.d. markmið 100 bls lesnar fyrir hverja málaða hellu- þá eru 300 blaðsíður 3 hellur ). 

- Skólahúsið verður einnig opið ef gesti langar að skoða húsnæði og verk nemenda. 

Eftir að leikjum lýkur og á meðan hin verkefnin eru í gangi verður boðið upp á eitthvert góðgæti af eldstæðinu. 

Við hlökkum mikið til að sjá sem flesta foreldra og aðra velunnara skólans líta við og fylgjast með skapandi, skemmtilegu og vonandi árangursríku skólastarfi Grunnskóla Önundarfjarðar.