VALMYND ×

Sveitaferð

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar brugðu sér af bæ og kíkti um sveitir Önundarfjarðar. Fyrst var förinni heitið inn í Valþjófsdal þar sem við fengum að fylgjast með sauðburði á Kirkjubóli. Við vorum svo heppin að ein ærin bar meðan við vorum á staðnum og náðum við að fylgjast með því. Næst fórum við að Hóli þar sem er stórt og fullkomið kúabú. Þar fylgdumst við meðal annars með því þegar róbót mjólkar kýrnar. Síðasta heimsóknin var að Innri Veðrará þar sem við fengum að ganga um æðarvarp og var það góð æfing í að ganga hljólega um og halda sig á stígum. Dagurinn var í alla staði mjög góður, við nutum veitinga í sveitinni og upplifðum heilmikið og lærðum.