VALMYND ×

Þemavika hafin

Í þessari viku eru þemadagar hjá okkur og er þemað að þessu sinni umhverfið

Vikan hófst með því að nemendur og kennarar lögðu af stað í gönguferð í skóginn við Hvilft snemma í morgun. Tilgangurinn er að læra um tré og laufblöð, gera nokkrar tilraunir og setja niður skordýrafellur. Meðferðis voru ýmis kennslugögn og nesti. Það var frekar kalt í lofti miðað við það sem hefru verið og nemedur klæddir eftri því. 


Á morgun þriðjudag er stefnt að því að fara út að veiða. Þau sem eiga veiðistangir og björgunarvesti koma með, skólinn græjar fyrir þau sem ekki eiga.


Á miðvikudaginn verður svo farið aftur í skóginn og þá verður vitjað um skordýrin/smádýrin sem veiðast. 


Á fimmtudaginn verðum við í skólanum og vinnum úr því efni sem við höfum safnað yfir vikuna.


Á föstudaginn endum við svo vikuna með náttfatapopppartýi. Öll mæta þá í náttfötum og við höldum afmælisveislu fyrir öll þau sem áttu afmæli í sumar og september.