VALMYND ×

Vorskólinn hefst eftir helgi

Í dag var síðasti dagurinn sem við erum með hefðbundna kennslu. Á mánudaginn hefjast vísindadagar hjá okkur þar sem næringarfræði verður gert hátt undir höfði, tilraunir framkvæmdar, mygluverkefnið fer fyrir alvöru að mygla, gróðursetning, vorferðalag, sólarganga, umhverfisfegrunardagar og heimsóknir.

Við erum öll spennt fyrir þessum dögum sem framundan er og öllu því námi sem mun fara fram innan og utan veggja skólans. Íþróttir, sund, dans og verkgreinar eftir hádegi verða að vanda. 

Háskólalestin kemur til okkar á Flateyri föstudaginn 19. maí og koma þá nemendur 5.-10. bekkjar frá Suðureyri og Þingeyrar til okkar. 

Skólasýning grunnskólans verður sunnudaginn 21. maí frá kl. 11-13. 

Skólaslit verða hjá okkur föstudaginn 26. maí kl. 17.00