VALMYND ×

Fréttir

Dagskrá maímánaðar

Í maí munum við bralla ýmislegt skemmtilegt. Við höfum sett upp sérstaka maídagskrá en athugið að sumt gæti breyst vegna veðurs. Við vonum hins vegar að sólin muni skína á okkur allan maí mánuð svo við getum notið sem mest útivistarinnar. Dagskrána er að finna hér

Útskriftarferð og vordagar

10. bekkur er í útskriftarferð ásamt Eddu kennara. Þær skruppu til Edinborgar í Skotlandi. Voru þær komnar um hádegi í gær til Edinborgar og tóku daginn rólega enda ferðalúnar eftir akstur um nóttina til Keflavíkur og beint flug. 

Þær stöllur eru væntanlegar heim ti Flateyrar aftur á fimmtudaginn um eða eftir kvöldmat.

Á meðan vinna nemendur skólans ýmiskonar verkefni. 7.-8. bekkur vinnur stórt þemaverkefni í dönsku sem þau ætla að kynna fyrir foreldrum og velunnurum skólans á skólasýningunni 25. maí nk. 

 

Frí á morgun uppstigningardag

Minnum á að það er enginn skóli á morgun, uppstigningardag. 

Sjáumst hress og kát á föstudaginnn kl. 8:15.

 

Kennarar GÖ

Íþróttir úti frá og með 1. maí

Frá og með 1. maí eru íþróttir kenndar úti. Það er því mikilvægt að nemendur komi í þægilegum fötum og skóm við hæfi (ekki gúmmístígvélum). 

Minnum á fatasund 3. maí og sundpróf 17. og 24. maí. 

 

Löng helgi

Á mánudaginn er starfsdagur kennara og á þriðjudaginn er 1. maí. Nemendur eiga því langa helgi og koma ekki aftur í skólan fyrr en á miðvikudagsmorguninn 2. maí. 

Njótið vel og vonandi fer nú vorið að láta sjá sig. 

 

 

Skíðaferð á morgun

Mæting í skólann samkvæmt stundatöflu. Nánari upplýsingar í tölvupóstinum ykkar...

Skuggamynd stúlku

Á mánudaginn fóru nemendur eldri deildar á leikritið Skuggamynd stúlku í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. 

Verki fjallar er farandleiksýning fyrir unglinga um hlutverk þeirra sem verða vitni að einelti. 

 

https://listfyriralla.is/event/skuggaynd-af-stulku/ 

 

Voru nemendur og kennarar afar ánægðir með sýninguna og spruttu upp góðar umræður að sýningu lokinni. 

Gleðilega páska

Nú eru nemendur farnir í kærkomið páskafrí eftir annasamar vikur undanfarið. 

Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. apríl. 

Gleðilega páska

Starfsfólk GÖ

Sund hefst að nýju fimmtudaginn 8. mars

Nú hefst sundkennsla að nýju. Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir mun koma alla fimmtudaga fram að skólaslitum og kenna sund frá og með 8. mars nk (nema þá fimmtudaga sem er frí).

Tímarnir skiptast þannig:

Eldri 8:15-9:15

Yngri 9:15 - 10:15

Íþróttatímar verða áfram samkvæmt stundatöflu á fimmtudögum, yngri kl. 10:30 og eldri 11:15.