VALMYND ×

Fréttir

Nú sígur á seinni hlutann af skólaári grunnskólans

Útieldun í upphafi skólaárs
Útieldun í upphafi skólaárs

Hér koma upplýsingar um síðustu skóladaga þessa skólaárs:

Yngri nemendurnir eru eins og áður hefur komið fram í útinámi þessar síðustu vikur skólaársins. Hafa þau margt aðhafst, verið að læra um fugla fjarðarins, mælt ýmsar vegalengdir, eldað og bakað við opinn eld, búið til flautur og vindhörpur, síað vatn svo það verði drykkjarhæft og svona mætti lengi telja. Næstu verkefni hjá þeim eru útilistaverk með stærðfræði ívafi og að setja niður í gróðurkassana. 

Unglingarnir eru að vinna að lokaverkefni sem tengist áhugasviði hvers og eins þeirra. Hafist var handa í upphafi síðustu viku og er áætlaður lokadagur fimmtudagur 28. maí. Verkefnin eru fjölbreytt og reyna á sjálfstæð vinnubrögð og aðra lykilhæfni. Ferlið gengur vel og er spennandi að fylgjast með. Einnig verður gaman að sjá þegar lokaafurðin lítur loks dagsins ljós eftir alla vinnuna. 

Á föstudaginn verður sameiginlegur dagur leik og grunnskóla þar sem farið verður í sólargöngu og síðan leikið á leikskólalóðinni uns deginum lýkur með grillveislu. 

Á þriðjudaginn í næstu viku verður svo farin vorferð eins og vant er. Að þessu sinni skiptist hópurinn í tvennt þar sem ákveðið var að unglingarnir fengju að gista eina nótt vegna þess að eiginlegt skólaferðalag þeirra frestast um eitt ár. Fara þeir í Heydal og dvelja þar í sumarbúsatð og njóta afþreyingar sem boðið er upp á þar. Ferð yngri nemendanna, skóalhóps, yngsta stigs og miðstigs, verður óvissuferð en upplýsingar um hvað þurfi meðferðist ,,í raun og veru" munu berast foreldrum tímanlega. 

Miðvikudagurinn 3.júní er svo starfsdagur í grunnskólanum og  fimmtudaginn 4. júní mæta nemendur og foreldrar til skólaslita sem verða við hátíðlega athöfn. Fjórir nemendur hafa lokið grunnskólagöngu sinni og verða útskrifaðir. Uppstilling mun gefa þeim sem það kjósa möguleika á að halda tveggja metra reglunni. 

 

11. maí - skólahald með eðlilegum hætti

Nú er það orðið ljóst að við fáum að fylgja þeim reglum sem gilda annarsstaðar á landinu hvað varðar samkomubann frá og með mánudeginum 11. maí. Hópar mega telja 50 manns, og tveggja metra reglan er ekki lengur í gildi hvað börn varðar. 

Skólahald færist þá í eðlilegt horf.

Grunnskólinn: Kennarar fara þá á milli hópa svo kennsla getur verið samkvæmt stundaskrá þar sem það á við en hefð er fyrir því að brjóta stundaskrána talsvert upp í maí. Nemendur taka sér göngu í hádeginu og borða í Gunnukaffi.  Kennarar sem koma utanað fá að koma til okkar aftur svo við getum haldið áfram með hönnun og smíði, dans og tónlist. Ninna námsráðgjafi og Helena skólahjúkrunarfræðingur munu láta sjá sig fljótlega. 

Leikskólinn: Kennarar mega aftur fara á milli hópa svo það hópastarfs skipulag sem hófst fyrr á árinu getur haldið áfram, eins og í grunnskólanum er starfið í leikskólanu brotið upp á vorin með aukinni útiveru, Nemedahópar mega blandast og foreldrar mega fylgja börnum sínum  inn í fataklefann. 

Þetta verður allt léttara með þessum tilslökunum en við megum samt ekki sofna á verðinum. Áfram er tveggja metra regla í gildi á milli fullorðinna. Við höldum áfram handþvotti og sprittnotkun. Þeir sem finna fyrir flensulíkum einkennum ættu að vera heima uns þeir hafa fengið úr því skorið hvort þeir ættu að fara í sýnatöku. 

Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa staðið sig eins og hetjur í að aðlagast þessum aðstæðum sem hafa verið uppi undanfarið og eiga allir hrós skilið. 

Bestu kveðjur

Sunna

 

Útiskóli

Þessa vikuna hafa nemendur á yngsta- og miðstigi verið með útiskóla. 

Við höfum m.a.

- Notað sprek og greinar í stærðfræði - mælingar og form

- Farið út og unnið verkefni um fuglana, vorið og trén í nágrenninu

- tálgað í tré

- Náð í safa úr birkitré sem smakkaðist bara mjög vel

- dansað úti

- búið til bál og eldað snúbrauð/snobrød þrátt fyrir rok og rigningu :) 

Læt myndir fylgja með

Góða helgi :)

 

Breytingar á skólahaldi í áttina að því sem við erum vön

Mánudaginn 27. apríl verða þær breytingar hér á Flateyri að við megum opna leik og grunnskóla að nýju en þó með þeim takmörkunum sem voru fyrir páskafrí. Starfið verður með mjög svipuðu sniði og þá var. 

Mánudaginn 4. maí verða svo gerðar meiri tilskakanir á samkomubanninu og mun þá skólahaldið verða með nokkuð eðlilegum hætti. Við höldum áfram að gæta fyllsta hreinlætis og sóttvarna en megum öll vinna saman eins og áður var. Heimsóknir utanaðkomandi verða ekki heimilar að svo stöddu.

Hér er hlekkur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um skóla-, frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4. maí.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Skola-fristunda-og-ithrottastarf-barna-og-ungmenna-eftir-4.-mai-/

Og hér er annar hlekkur með auglýsing heilbrigðisráðuneytisins vegna tilslakana á samkomubanni.

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=ab3485b5-a616-48bd-8db2-476a28fb45ce

 

Hér er svo linkur sem áhugavert getur verið að skoða, með spurningum sem brunnið hafa á fólki og svörum við þeim,  hægt er að velja milli tungumála, ískensku, ensku og pólsku: 

https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/

 

Bestu kveðjur og gleðilegt sumar

Sunna

Skólasálfræðingar

Þar sem ekki hefur verið hægt, vegna ástandsins í þjóðfélaginu, að veita sérfræðiaðstoð sálfræðinga sl. vikur þá hafa sálfræðingarnir okkar þær Sólveig Norðfjörð og Björg Norðfjörð ákveðið að opna fyrir ráðgjöf með símaviðtölum við nemendur, foreldra og kennara. Einnig ætla þær að hafa samband við þá foreldra sem bíða eftir niðurstöðum viðtala frá því í febrúar.

Þeir sem telja sig þurfa ráðgjöf er bent á að hafa samband við Sólveigu eða Björgu í gegnum tölvupóst: solveignordfjord@gmail.com  eða bjorg00@hotmail.com gefa upp nafn, símanúmer og jafnvel nafn barnsins ef það hefur verið í viðtölum hjá þeim. Þær munu síðan hafa samband við viðkomandi við fyrsta tækifæri.

Sálfræðingarnir sem starfa við leik- og  grunnskóla Ísafjarðarbæjar eru hluti af skólaþjónustu sveitarfélagsins og sinna allri almennri sálfræðivinnu við skólanna. Sálfræðingarnir vinna í nánu samstarfi við starfsfólk leik- og grunnskólanna og aðra þá sem koma að málefnum barna.

Vikupistill 14.- 17. apríl G.Ö.

Heil og sæl

Nú erum við búin að prófa fyrstu vikuna í fjarkennslu/fjarnámi þar sem hver er í sínu horni. Undanfarnar vikur höfðum við þó  verið að færast í áttina að þessu þar sem sumt var kennt í fjarkennslu og annað ekki. Vissulega eru þetta skrítnir og erfiðir tímar þar sem skólinn er lokaður og enn sem komið er vitum við ekki með vissu hvenær verður hægt að leyfa okkur að vera fleiri en fimm saman og hvað þá að við vitum hvenær allt verður eðlilegt á ný. 

Það sem mér heyrist samt bæði á nemendum og starfsmönnum er að ,,það bera sig allir vel". 

Hjá unglingunum eru öll fög í gangi og kennarar hafa haldið sambandi við þá. Umsjónarkennari hefur verið með daglega fundi og kennslu á zoom, aðrir kennarar hafa notað google verkfærin, classroom og hangouts /meetings. Fyrir hádegið í dag tók ég stuttan fund með þeim á zoom til að heyra í þeim hljóðið og fara yfir það ef þau sæju eitthvað sem betur má fara. Á mánudaginn ætlar Ninna námsráðgjafi svo að heyra aðeins í þeim hljóðið og fær hver nemandi úthlutað 15 mínútum með henni til að byrja með. 

Yngri nemendurnir fá ýmis skemmtileg verkefni að fást við og eru þeir að vinna í gegnum seesaw. Umsjónarkennari er í góðu sambandi við nemendur og heimilin. Það er auðvitað einstaklingsbundið hversu mörg verkefni hentar að vinna úr ,,heimaskólanum" og um að gera að láta bara vita ef það vantar fleiri verkefni eða ef ekki næst að komast yfir allt. Miðstigsnemendur vinna út frá sínu vikuskema í íslensku og fá einnig verkefni frá þeim kennurum sem kenna þeim önnur fög. 

Hjá öllum aldri er lesturinn mikilvægur og langar mig hér að minna á Tími til að lesa https://timitiladlesa.is/ þar sem þjóðin er í sameiningu að stefna að heimsmeti í lestri. Ef fjölskyldan er ekki þegar búin að skrá sig eru ennþá tvær vikur eftir af mánuðinum og um að gera að vera með. 

Einnig vil ég benda á Fræðslugátt Menntamálastofnunar https://fraedslugatt.is/ sem er stútfull af námsefni. Núna eru t.d. öll fræðslumyndböndin, sem almennt eru bara opin fyrir skóla, opin öllum svo þar er hægt að finna eitthvað áhugavert og fróðlegt að horfa á. 

Næsta vika verður með mjög svipuðu sniði og þessi vika. Ef það er eitthvað sem foreldrar eða nemendur vilja ræða  þá er um að gera að hafa samband við umsjónarkennara eða mig.

Og gleymið svo ekki að á fimmtudaginn í næstu viku er frídagur því þá er sumardagurinn fyrsti en þann dag fór sólin að skína fyrir alvöru í fyrravor og hélt það út langt fram á haust, þannig vona ég að þetta verði aftur núna :) 

 

Bestu kveðjur og góða helgi

Sunna

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur- á morgun skírdag

Á síðasta fimmtudag fóru fram fimm svæðisbundin netskákmót fyrir grunnskólanemendur landsbyggðarinnar á Chess.com. Mótin fóru fram samkvæmt skiptingu kjördæma á Landsmótinu í skólaskák. Alls tóku 74 keppendur þátt og var teflt með „Arenafyrirkomulagi“. Keppendur af Vestfjörðum voru 14. 

Á morgun fimmtudag 9. apríl (Skírdag) verður aftur blásið til leiks og væri gaman ef nemendur G.Ö. prófuðu að spreyta sig. Mótið hefst kl 16:30 og eins og áður er teflt á chess.com

Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á "next match" þegar skákin er búin. Teflt er í klukkutíma.

 

Til að taka þátt þarf að fara í gegnum fáein einföld skref. Best er að klára skref 1 og 2 sem fyrst.

 

  1. Búa til aðgang áchess.com(ef aðgangur er ekki til staðar nú þegar). Aðgangur er ókeypis og einfalt að búa til aðgang: https://www.chess.com/register

 

  1. Gerast meðlimur í hópnum fyrir sitt svæði, sjá hópa neðst í þessum pósti. Sumir eru búnir í þessu skrefi eftir fyrsta mótið.

 

  1. Skrá sig á mótin sem er hægt að gera frá 60 mínútum áður en þau hefjast. Tenglar á mót hvers svæðis er neðst í þessum pósti.

 

Það þarf að ýta á "join" og svo bara bíða eftir að fyrsta skák byrjar klukkan nákvæmlega 16:30

 

Til að tefla í mótinu þarf að notast við fartölvu eða borðtölvu. Chess.com appið virkar ekki í mótum.

Hér má sjá almennar leiðbeiningar um hvernig má skrá sig á chess.com: https://www.youtube.com/watch?v=6HkWj7LCeWw&feature=youtu.be&fbclid=IwAR3RXTnvcyxN2DAf6j_oQEuHU4YvedQiPxRPuwFyU_GMDlAQ5J5Kxugfnl8

 

Mótin verða alla fimmtudaga næstu vikurnar og hefjast alltaf klukkan 16:30. Til að vera með þarf að skrá sig í sinn hóp ef maður er ekki skráður nú þegar, og smella svo á tengilinn á mótið sem er á forsíðu hvers hóps. Að lokum þarf að íta á “join” eins og áður sagði.. Allt mjög notandavænt.

 

Öllum spurningum er svarað á netfangið stefan.steingrimur.bergsson@rvkskolar.is eða í síma 863-7562,

Kveðja, Stefán Bergsson æskulýðsfulltrúi Skáksambands Íslands.

 

SUÐURLAND

Skrá sig í Suðurlandshópinn: https://www.chess.com/club/skolaskak-sudurland

Tengill á mótið https://www.chess.com/live#r=180099

 

 

VESTURLAND

Skrá sig í Vesturlandshópinn: https://www.chess.com/club/skolaskak-vesturland

Tengill á mótið https://www.chess.com/live#r=180108

 

VESTFIRÐIR

Skrá sig í Vestfjarðahópinn: https://www.chess.com/club/skolaskak-vestfirdir

Tengill á mótið https://www.chess.com/live#r=180112

 

NORÐURLAND VESTRA

Skrá sig í Norðurland vestra hópinn: https://www.chess.com/club/skolaskak-nordurland-vestra

Tengill á mótið: https://www.chess.com/live#r=180119

 

NORÐURLAND EYSTRA

Skrá sig í Norðurland eystra hópinn: https://www.chess.com/club/skolaskak-nordurland-eystra

Tengill á mótið: https://www.chess.com/live#r=180122

 

 

Forgangslisti 11- nýjasta útgáfa

Forgangslisti 11. Reykjavík 03.04.2020
Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19
Meðfylgjandi er listi yfir starfshópa í framlínuþjónustu sem hafa forgang um aukna skóla- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi fyrir börn í 1. og 2. bekk og dagforeldraþjónustu. Miðað er við börn hjá dagforeldrum, í leikskóla og 1. og 2. bekk í grunnskóla.
Ferlið væri því þannig að viðkomandi starfsstéttum sé gert ljóst að þetta sé til staðar.
Starfsfólk sem á kost á þessu getur sótt um slíkt inn á island.is og unnið svo að útfærslu með viðkomandi skólastjórnanda eða dagforeldri.
Vakin er athygli á því að listinn er sífellt í endurskoðun!
Starfsfólk sem getur óskað eftir því að sækja um forgang:
Stjórnsýslan/ríkið
• Ráðherrar
• Ráðuneytisstjórar
• Upplýsingafulltrúar ráðuneyta
• Aðstoðarmenn ráðherra
• Skrifstofustjórar
• Öryggisstjórar ráðuneyta
• Öryggistrúnaðarmenn ráðuneyta
• Ritarar ráðherra
• Ritarar ráðuneytisstjóra
• Sóttvarnalæknir
• Landlæknir
• Aðstoðarmaður sóttvarnalæknis
• Aðstoðarmaður landlæknis
• Framlínustarfsfólk borgaraþjónustunnar í Utanríkisráðuneytinu
• Framlínustarfsfólk hjá Seðlabanka Íslands
• Forstjóra Barnaverndarstofu
• Starfsfólki meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu
• Dómarar og aðstoðarmenn dómara
• Framlínustarfsfólk Veðurstofu Íslands
• Prestar
• Dýralæknar
• Hafnsögumenn
• Vigtarstarfsmenn
Heilbrigðisstarfsfólk
• Sjúkrahús
• Hjúkrunarheimili
• Dvalarheimili
• Heilsugæsla
• Bakvarðasveit velferðarþjónustu
Viðbragðsaðilar
• Lögreglan
• Embætti ríkislögreglustjóra
• Slökkvilið
• Sjúkraflutningar
• Landhelgisgæslan
• Rauði krossinn
• Slysavarnafélagið Landsbjörg
• Neyðarlínan 112
Á sveitarfélagsvísu
• Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna
• Aðstoðarmenn framkvæmdastjóra sveitarfélaganna
• Starfsfólk grunnskóla
• Starfsfólk leikskóla
• Starfsfólk frístundarheimila
• Starfsfólk heimila fyrir fatlað fólk
• Starfsfólk hjúkrunarheimila
• Starfsfólk þjónustuíbúða fyrir aldrað fólk
• Starfsfólk í heimaþjónustu
• Starfsfólk í heimahjúkrun
• Starfsfólk í heilbrigðiseftirlita
• Framlínustarfsfólk í orku- og veitstarfsemi; þ.e. í raforkuframleiðslu, raforku -flutningi og -dreifingu, hitaveitu, vatnsveitu fráveitu og gagnaveitu
• Starfsfólk í sorphirðu og sorpförgun
• Þjónustufulltrúar í þjónustuveri
• Starfsfólk bráðavaktar barnaverndar
• Starfsfólk í þjónustuúrræðum barnaverndar
• Upplýsingafulltrúar sveitarfélaga
• Starfsmenn neyðarstjórna
• Skrifstofustjórar
• Sviðsstjórar sveitarfélaganna
• Dagforeldrar
• Starfsfólk dagdeilda fyrir eldri borgara
• Starfsfólk málflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir
Aðrar stéttir
• Fangaverðir
• Lyfjafræðingar
• Framlínustarfsfólk í lyfjaverslunum
• Framlínustarfsfólk Isavia
• Tollverðir
• Kennarar við mennta og framhaldsskóla
• Kennarar við háskóla
• Framlínustarfsfólk Sjúkratryggingar Íslands
• Starfsfólk sem starfar við skimun og greina sýni hjá DeCode
• Framlínustarfsfólk Reiknistofa bankanna
• Framlínustarfsfólk Veritas
• NPA aðstoðarfólk
• Framlínustarfsfólk Parlogis og Distica
• Fjölmiðafólk, hjá fréttastofum með skilgreinda ritstjórn
• Aðilar sem sjá um lyfja flutninga hjá Íslandspósti

Mikilvæg skilaboð vegna hertra aðgerða á Norðanverðum Vestfjörðum

Í dag var tekin ákvörðun um að herða aðgerðir á Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Súðavík í samræmi við það sem áður hefur verið gert í öðrum byggðarkjörnum Norðanverðra Vestfjarða vegna covid-19. 

Þetta hefur í för með sér að leikskólinn Grænigarður verður lokaður frá og með morgundeginum og í óákveðinn tíma. Það er einnig ólíklegt að leik og grunnskóli taki til starfa strax að loknu páskafríi 14. apríl en nánari upplýsingar þar að lútandi munu berast þegar þar að kemur. 

Þegar farið var í páskafrí frá grunnskólanum á föstudaginn var ljóst að í þetta gæti stefnt svo allir nemendur fóru heim með námsgögn og tæki ef til þess kæmi að eingöngu yrði um að ræða fjarnám að loknu páskafríi. Nú bendir allt til að svo verði um tíma að minnsta kosti. Kennarar verða í sambandi við nemendur þriðjudaginn 14. apríl með nánari útlistun á því. 

Ég vil minna á mikilvægi þess að virða samkomubannið sem nú hefur verið hert niður í það að eingöngu mega vera fimm manns saman í hópi. Þetta þýðir einfaldlega að ekki á að fara í heimsóknir á milli húsa. Notið tæknina og takið myndsamtöl við vinina. 

Voandi ná allir að njóta pákafrísins sem vissulega er við óvenjulegar aðstæður þetta árið. 

Bestu kveðjur

Sunna