VALMYND ×

Fréttir

Breytt dagsetning á árshátíð

Við höfum tekið ákvörðun um að halda árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar fimmtudaginn 4. apríl í stað 14. mars þar sem samræmd próf fara fram í 9. bekk þá viku. Nemendur á unglingastigi eru þegar komnir með handrit í hendurnar og geta undirbúið sig heima áður en æfingar hefjast.

Deildarstjórastaða á Grænagarði

1 af 2

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra við leikskólann Grænagarð á Flateyri. Um er að ræða 80-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Grænigarður er staðsettur í fallegu umhverfi þar sem stutt er í allt, fjöruna, fjöllin, hvítu ströndina og sveitasæluna. Grænigarður leggur áherslu á jákvætt starfsumhverfi, gleði og kærleika. Áhersla er einnig lögð á gott samstarf við foreldra, hreyfingu, útiveru og frjálsan leik.

Helstu verkefni

  • Tekur þátt í gerð skólanámsskrár, ársáætlunar, mati á starfssemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan hennar og milli leikskólastjóra og deildarinnar
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
  • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl

Hæfnikröfur

  • Leyfisbréf leikskólakennara
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2019. Umsóknir skulu sendar til Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur skólastjóra á netfangið Kristbjorgre@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Sunna í síma 450-8360 eða á í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Viðtöl í grunnskóla á þriðjudag og miðvikudag

Viðtöl nemenda Grunnskóla Önundarfjarðaar og foreldra við umsjónarkennara fara fram eftir hádegi á þriðjudaginn og miðvikudaginn 29.-30. janúar. Á mentor er hægt að velja sér viðtalstíma eða hafa samband við umsjónarkennara ef þeir tímar sem þar er boðið upp á henta ekki. Einnig vil ég minna nemendur á að opna mentor.is og gera sjálfsmat. 

Starfsdagur á mánudaginn

Heil og sæl

 

Mánudaginn 28. janúar verður starfsdagur 'i Grunnskóla Önundarfjarðar og einnig í Leikskólanum Grænagarði. Báðir skólarnir eru því lokaðir allan þann dag. 

Litlu jól og jólafrí

20. desember „Litlu jólin“ kl. 9:30-12:10

Nemendur mæta spariklæddir í skólann kl. 9:30 með lítinn pakka í pakkaleik (gjöf sem kostar 500-1000 kr.) og lítið kerti til að búa til notalega stemningu í stofunni. Boðið verður upp á kakó og smákökur. 

Fyrir klukkan 11 verður farið á leikskólann þar sem dansað verður í kringum jólatré og væntanlega mæta þar jólasveinar. 

Af leiksklólanum höldum við svo öll saman í Gunnukaffi þar sem snæddur verður hátiðar málsverður. Að máltíð lokinni eru allir komnir í jólafrí. 

Töfrasýning Einars Mikaels í boði foreldrafélagsins

Föstudaginn 14. desember kemur Einar Mikael töframaður í heimsókn og heldur sýningu fyrir nemendur leikskóalns og grunnskólans. Sýningin verður í leikskólanum kl 9:30 og er í boði foreldrafélagsins.

Samfélagsvika

Í tilefni af samfélagsviku lýðháskólans ætla skólarnir þrír á Flateyri að vinna saman í næstu viku.


Á mánudaginn verður förndurstund í grunnskólanum frá kl 13:30-16:00. Lýðhálskólanemar leiða föndrið og verður boðið upp á smá hressingu á staðnum. 


Á þriðjudaginn verður svo jólatarzanleikur og þrautabraut í íþróttahúsinu kl. 14:00-15:30.


Öllum grunnskólanemendum og elstu nemendum leikskólans er boðið að taka þátt báða dagana.