VALMYND ×

Fréttir

Veður vont

Það blæs hressilega hjá okkur á Flateyri eins og er. Björgunarsveitin var svo góð að koma mat til leik- og grunnskólans í dag.  Nemendur eru í góðum höndum í skólanum og fer enginn heim nema í fylgd foreldra. Yngri hópurinn er búin kl. 13:15 og eldri hópurinn er búin kl. 14 í dag. Dægradvalarbörnin verða í skólanum þar til þau verða sótt eða veðrið batni svo þau geti farið yfir á Grænagarð. 

Við biðjum alla um að fara varlega en vonandi gengur veðrið niður seinni partinn.

 

 

Ófærð, slæm veðurspá og starfsdagur

Eins og Flateyringum er kunnugt um þá er mikil ófærð í þorpinu eftir mikla ofankomu og 

Á morgun, þriðjudag, gengur enn önnur lægðin yfir og við minnum á að við munum alltaf reyna að opna skólana, svo fremi að starfsfólk skólans komist sjálft til vinnu. Það er hins vegar foreldra að ákveða hvort þeir telji að börn sín eigi erindi út í veðrið og tekur skólinn tillit til þess. Þar sem skólastjóri býr ekki Flateyri upplýsir starfsfólkið á Flateyri hana um ástandið á staðnum og er tekin ákvöðrun um opnun eða lokun skólans út frá þeim upplýsingum.  

Í morgun var ólag á síma grunnskólans en hann er kominn í lag og biðjum við ykkur um að hringja í skólann áður en þið sendið þau af stað í skólann til að vera viss um að starfsfólkið sé komið í skólann. Yngstu börnin ættu að fá fylgd foreldra/forráðamanna í skólann og heim að honum loknum. 

Á öskudag er starfsdagur í grunnskólanum og enginn skóli hjá nemendum.  

 

 

 

 

Vonskuveður

Úti blæs vindurinn og segir veðurspáin að það veðrið eigi eftir að versna eftir því sem líður á daginn. Við beinum því til foreldara að sækja börn sín í skólann eftir að kennslu lýkur í dag. 

 

 

Snjókarl

Nemendur yngri deildar útbjuggu þennan fína snjókarl í frímínútum í dag. 

Skólafréttir

Gleðilegt nýár kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk.

Á nýju ári hefur stundatafla grunnskólans breyst örlítið og geta foreldrar séð breytingu hjá sínu barni inni á Mentor. Stærsta breytingin er sú að heimilisfræði verður ekki kennd á vorönninni heldur breytast þeir tímar í valgreinar/áhugasvið og færast af miðvikudögum yfir á þriðjudaga. 


Nú um áramótin hóf Sæbjörg Freyja Gísladóttir störf við skólann en hún mun kenna íslensku, íþróttir og dönsku, ásamt því að vera með val og útivisti á yngsta stigi. Við bjóðum Sæbjörgu hjartanlega velkomna, en Sæbjörg hefur frá því í haust kennt dönsku.

Una Lára verður áfram í veikindaleyfi og heldur því María áfram sem skólaliði. 

Í leikskólanum mun hún Grazyna hafa fasta viðveru alla daga á milli kl. 10 og 13 en í janúar byrja þrír nýir nemendur í leikskólanum. Verða þá börnin orðin 13 auk 3ja nemenda sem koma í dægradvöl eftir hádegi. 

 

Gleðileg jól

Starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar og leikskólans Grænagarðs óska ykkur gleðilegra jóla og við hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.

Nemendur grunnskólans mæta í skólann 2. janúar samkvæmt stundaskrá. Leikskólinn er opinn alla virka daga á milli jóla- og nýárs.

 

Þó að engin sjáist sól, 
samt ei biturt gráttu. 
Nú skal halda heilög jól, 
hugga alla þig láttu. 
- Jól í koti, jól í borg, 
jól um húmið svarta. 
Jól í gleði, jól í sorg 
Jól í hverju hjarta 
B. P. Gröndal 

 

Hafið það gott kæru vinir. 

Nýjar innheimtureglur leikskóla hjá Ísafjarðarbæ

Samþykktar hafa verið nýjar innheimtureglur leikskólanna hjá Ísafjarðarbæ. 
 
IV. Innheimtureglur leikskólanna.
1.      Gjöld skal greiða fyrirfram. Gjalddagi er fyrsta dag hvers mánaðar.
2.       Eindagi er 5 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.
3.      Ef leikskjólagjald hefur ekki verið greitt eða um það samið eftir einn mánuð (30 daga) frá gjalddaga, fær forráðamaður sent bréf um að leikskólagjöld séu komin í vanskil og verði sent í löginnheimtuferli. Gefnir eru 14 dagar til andmæla ef ekkert er að gert innan þess tíma verði leikskólaplássi jafnframt sagt upp.
4.      Eftir uppsögn er lögfræðiinnheimtu falið að innheimta skuldina.

Leik- og grunnskólinn fær gönguskíði að gjöf

Okkur hafa verið gefin gönguskíði! Gullrillurnar hafa gefið skólunum okkar fjögur pör af gönguskíðum sem nýst geta elstu nemendum leikskólans og 1.-2. bekk grunnskólans.

Nú biðjum við bara um aðeins meiri snjó svo við getum prófað skíðin okkar.

Myndin hér til hliðar er ekki af gönguskíðunum heldur svaðilför skólastýrunnar eitt kvöld í Laugardalnum á gönguskíðum fyrir nokkrum árum síðan. Hún er meira til skemmtunar...

Grunnskólinn opinn 1. desember

Föstudaginn 1. desember er opið hús í skólanum. Eru foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir velkomnir að koma og sjá hvað við erum að gera. Jafnframt langar okkur að bjóða foreldrum að taka að sér "starf" í skólanum.

Í boði er:

Stuðningsfulltrúi:
Foreldri kemur í eina kennslustund og aðstoðar nemendur í bekknum í þeim verkefnum sem eru í gangi undir stjórn kennara.

Gæsla í frímínútum:
Foreldri tekur að sér frímínútnagæslu kl. 9:35-9:50.

Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við Unni Björk á netfangið unnurbjork@isafjordur.is 

Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn í skólann.