Dægradvöl
Boðið er upp á dægradvöl frá kl. 13:20-1600, mánudaga til fimmtudaga og 12:00-16:00 á föstudögum. Dægradvöl er í boði fyrir 1.-4. bekk og fer starfið fram í húsnæði grunnskólans.
Stefna skólans er:
- að tryggja börnum í 1. - 4. bekk áhugaverða, skemmtilega og örugga dvöl að lokinni hefðbundinni kennslu.
Markmið með starfinu í Dægradvölinni eru fyrst og fremst
- að nýta leik sem mikilvæga uppeldisaðferð.
- að virkja skapandi hugmyndaflug sérhvers barns á þess eigin forsendum.
- að kenna börnunum uppbyggileg samskipti við önnur börn og fullorðna.
- að kenna börnunum kurteisi og snyrtimennsku í allri umgengni.
Til að sækja um dægradvöl - smelltu hér