VALMYND ×

Fréttir

Þorrablót nemenda

Nú er tími Þorrablótanna og héldu nemendur og starfsmenn sitt Þorrablót á bóndadaginn. 

Hver námshópur sá um sín skemmtiatriði sem voru vel undirbúin. Unglingarnir og miðstigið gerðu góðlátlegt grín, eins og tíðkast í annálum, bæði að höfundum sjálfum og starfsmönnum og settu fram í myndböndum. Yngsta stigið sýndi ýmis skemmtiatriði á staðnum og síðan var brugðið á leik þar sem nemendur og starfsmenn voru þátttakendur. Að lokum var borðhald þar sem snæddur var þorramatur og nemendavísur sungnar. Þessi dagur og undanfari hans reyndi á hin ýmsu hæfniviðmið nemenda. 

Næsta vika í GÖ - yfirlit

Í næstu viku verður mikið um að vera hjá okkur í grunnskólanum eins og svo oft. Á mánudaginn verður Aggi, sem kennir við Lýðskólann og kenndi krökkunum dálítið í spuna í fyrra, aftur hjá okkur og kennir meiri spuna. Námskeiðin fara fram í Samkomuhúsinu og hefst námskeið fyrir yngri hópinn (1.-5. bekk) á mánudaginn kl 16:30 og stendur til kl 18:00.  Námskeið fyrir eldri hópinn er á sama tíma á þriðjudaginn. 

Á miðvikudaginn er svo sameiginlegur starfsdagur hjá öllum fámennu skólunum í Ísafjarðarbæ og því engin kennsla þann dag. Dægradvöl verður einnig lokuð þennan dag þar sem námskeið starfsdagsins nýtast starfsmanni þar einnig.

Á föstudaginn, 4. október fara nemendur 1. - 5. bekkjar á Öðruvísi leikana sem er íþróttahátið og verður hún haldin í Súðavík að þessu sinni.