VALMYND ×

Unnur Björk Arnfjörð

Unnur Björk útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands 2003 og sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá sama skóla árið 2007. Hún er með mastergráðu í Lýðheilsuvísindum með áherslu á hreyfingu og næringu barna og unglinga. Áður en hún varð skólastjóri grunn- og leikskólans stundaði hún doktorsnám í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Unnur Björk hefur unnið í stórum og litlum grunnskólum, Háskóla Íslands og sem forstöðukona í félagsmiðstöð undanfarin 17 ár.