VALMYND ×

Saga skólans

Grunnskóli Önundarfjarðar, Flateyri, er einn fjögurra grunnskóla í Ísafjarðarbæ. Skólinn stendur á Flateyri og er í norðvestur jaðri þorpsins. Húsið var tekið í notkun árið 1961 en upphaflega hófst skólahald á Flateyri árið 1903. Þá var skólinn á Grundarstíg 14 og voru 25 nemendur í skólanum fyrsta skólaárið í fjórum árgöngum. Var þeim börnum kennt í tveimur hópum. Á þeim tíma, í upphafi 20. aldarinnar bjuggu um 200 manns á Flateyri.

Grunnskóli Önundarfjarðar er í 700 fm stóru húsi og eru nemendur skólaárið 2016-17, sautján talsins í 1.-9. bekk. Skammt frá skólanum er nýlegt íþróttahús með sundlaug og úti er sparkvöllur sem nemendur og velunnarar skólans geta nýtt sér.