VALMYND ×

Árshátiðarupptaka að baki- ekkert skólahald fyrr en eftir páskafrí

Það var þreyttur leikakrahópur sem tók lagið í lok leiksýningar sem fór fram fyrir framan myndvél í tómum sal.
Það var þreyttur leikakrahópur sem tók lagið í lok leiksýningar sem fór fram fyrir framan myndvél í tómum sal.

Heil og sæl

Fréttir dagsins voru mikil vonbrigði þegar við héldum eða vonuðum allavega að allt færi að ganga í rétta átt í baráttunni við covid. Það tók samt ekki langan tíma að taka ákvörðun um að klára árshátíðina, sem við höffðum hlakkað mikið til að halda,  áður en skólahald yrði bannað um miðnætti. Haft var samband við Margeir Haraldsson sem var tilbúinn að koma og taka leikþáttinn upp í kvöld og síðan var haft samband við alla foreldra og tóku allir mjög vel í þetta. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði eins og við höfðum vænst. Það var samt þreyttur hópur sem yfirgaf Samkomuhúsið þegar klukkan var langt gengin í ellefu en þá var upptökum lokið og allir höfðu fengið súpu og kökur áður en heim var haldið. 

Þegar klippingu verður lokið fáið þið að sjá afraksturinn af þessu skemmtilega leikriti sem byggir á ævintýrinu um Mjallhvíti og dvergana sjö. Handritið sömdu unglingarnir þrír og sáu einnig um utanumhald sýningarinnar með dyggum stuðningi starfsfólks. Þess má geta að við gerð leikmyndar og búninga var ákveðið að vinna samkvæmt Heimsmarkmiði nr. 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu og var því pappír og fleira endurnýtt við gerð leikmyndarinnar og búnirngar voru úr geymslu skólans og gátum við okkur þess til að húfur dverganna hafi upphaflega verið jólasveinahúfur notaðar að árgangi 1959.  Allir nemendur höfðu hlutverk í sýningunni og fleiri þurfit til en slíku redda starfsmenn G.Ö. með glöðu geði. Ég læt ekki of margar myndir fylgja þessari frétt þar sem skemmtilegra er að halda spennunni. 

Allt skólahald fellur niður á morgun og föstudaginn og síðan tekur hið hefðbundna páskafrí við. Vonandi verður svo allt komið í samt lag þriðjudaginn 6. apríl og við getum byrjað með eðlilegum hætti. Nánari upplýsingar um það berast eftir 1. apríl. 

Bestu kveðjur og gleðilega páska

Sunna