VALMYND ×

Föstudagsfréttir úr G.Ö. 27. nóvember 2020

Jólaskraut unnið í fab lab
Jólaskraut unnið í fab lab
1 af 10

 

Heil og sæl

Vikan hófst með þemavinnu tengdri kaffihúsinu sem okkur tókst að halda á þriðjudaginn. Yngsta stigið skreytti glugga með húsunum sínum, líkönum af Goðahólnum og ljósmyndasýningu með eigin ljósmyndum en allt þetta tengist þemanu þeirra Flateyrin okkar. Þau voru líka með vísindaglugga. Miðstigið sýndi sjö mínútna myndband þar sem þau sögðu sögu Lagarfljóstormsins, þau sýndu einnig listaverk af Drangajökli og Dynjanda en þau hafa verið að læra um Vestfjarðakjálkann og Austurland. Þau sýndu einnig stjörnukort sem þau bjuggu til með plötu og ljósaseríu. Unglingastigið vann með ljóð og skreytti gluggana sína með ljóðum og myndum. Einng sá unglingastigði um að útbúa allar veitingar og voru þær ekki af verri endanum. 

Í svona vinnu reynir á frumkvæði, sköpun og sjálfstæð vinnubrögð og geftst því gott tækifæri til að meta námið út frá lykilhæfnimarkmiðum Aðalnámskrár. Lykilhæfni er almenn hæfni nemanda óháð námssviðum en er aldurstengd og fléttast inn í alla kennslu og námsmat. 

Allir nemendur lögðu mat á eigið nám. Yngstu nemendurnir fengu þessar þrjár spurningar: 

Hvað lærðir þú af því að vinna þetta verkefni?

Hvað var erfiðast?

Hverju ertu stoltastur af?

Þegar svör þeirra eru skoðuð kemur í ljós að oftast eru þau stoltust af því sem þeim þótti erfiðast sem sýnir þó nokkra seiglu. 

Miðstig og unglingastig mátu frumkvæði, sjálfstæði, áhrif, ábyrgð, færni sína í að gagnrýna og að taka leiðsögn og gagnrýni og hversu góður vinnufélagi þau séu. En allt eru það lykilhæfni þættir. 

Þó sýningin sjálf og hátíðin í kringum hana sé alltaf skemmtileg er það ferlið sem skiptir mestu máli og sá þroski og reynsla sem skapast á leiðinni að markmiðinu. 

Á miðvikudaginn fóru unglingarnir svo á Ísafjörð þar sem Eva kenndi þeim í Fab lab en þær hafa verið að undirbúa sig undanfarna miðvikudaga. Við stefnum á einn miðvikudag á Ísafirði í viðbót fyrir jólin. Það var ýmislegt fallegt sem kom út úr skurðarvélunum, meðal annars jólaskraut. 

Sundkennsla undir stjórn Lísu Sigurðardóttur heldur áfram í næstu viku, á þriðjudag og fimmtudag. 

Bestu kveðjur og góða helgi

Sunna