VALMYND ×

Fréttir af skólastarfi - 24. mars 2023

Fiskar- lífríkið
Fiskar- lífríkið
1 af 11

Í vikunni hafa nemendur og starfsfólk unnið af kappi að undirbúningi árshátíðar en hún fer fram í húsnæði skólans miðvikudaginn 29. mars frá kl 17:00. Sílaballið er gömul hefð sem við höldum í og heldur skemmtunin því áfram að loknum skemmtiatriðum fram til 19:30 með dansi, söng og leik. 


Foreldrafélagið selur veglegar veitingar á sanngjörnu verði og mun ágóðinn renna í eitthvað skemmtilegt fyrir krakkana. 


Hér læt ég nokkrar myndir af undirbúningi fylgja með en þar sést hversu fjölbreytt nám er að baki einnar árshátíðar. 


 


Bestu kveðjur og góða helgi 


Sunna