VALMYND ×

Hádegishlé

Í upphafi skólaárs ákváðum við, sem einskonar tilraun, að borða í Félagsbæ í hádeginu. Nemendur hafa hjólað eða gengið í Félagsbæ án teljandi vandræða þó svo að stundum hafi þau þurft að aðlaga ferðir sínar hvar er verið að grafa þann daginn.

Hefur þessi tilraun okkar mælst vel fyrir meðal nemenda. Allir nemendur skammta sér sjálfir á diskana og eru orðnir vel þjálfaðir í því að setja það á diskinn sem þeir ætla sér að borða. Matarsóun er því minni en þegar skammtað hefur verið á diskana fyrir börnin. Ekki spillir að nemendur sitja saman í notalegu umhverfi og hitta Gunnu matráð daglega og geta persónulega þakkað henni fyrir matinn. 

Í þessi fellst líka heilmikil lífsleikni, nemendur spjalla saman og læra góða borðsiði. 

Við ætlum að halda áfram með tilraunina okkar í október en síðan verðum við að sjá til þegar veturinn er í alvöru farinn að banka uppá hjá okkur hvort við getum haldið þessu fyrirkomulagi áfram.

Eftir hádegi streyma inn í skólann okkar hressir og kátir krakkar, búnir að borða vel,  fá ágætis hreyfingu og súrefni í lungun (og heilann).