VALMYND ×

Ófærð, slæm veðurspá og starfsdagur

Eins og Flateyringum er kunnugt um þá er mikil ófærð í þorpinu eftir mikla ofankomu og 

Á morgun, þriðjudag, gengur enn önnur lægðin yfir og við minnum á að við munum alltaf reyna að opna skólana, svo fremi að starfsfólk skólans komist sjálft til vinnu. Það er hins vegar foreldra að ákveða hvort þeir telji að börn sín eigi erindi út í veðrið og tekur skólinn tillit til þess. Þar sem skólastjóri býr ekki Flateyri upplýsir starfsfólkið á Flateyri hana um ástandið á staðnum og er tekin ákvöðrun um opnun eða lokun skólans út frá þeim upplýsingum.  

Í morgun var ólag á síma grunnskólans en hann er kominn í lag og biðjum við ykkur um að hringja í skólann áður en þið sendið þau af stað í skólann til að vera viss um að starfsfólkið sé komið í skólann. Yngstu börnin ættu að fá fylgd foreldra/forráðamanna í skólann og heim að honum loknum. 

Á öskudag er starfsdagur í grunnskólanum og enginn skóli hjá nemendum.