VALMYND ×

Örnefnaverkefni

Hugarkort með örnefnum og öðrum fróðleik sem við komumst að í ferlinu
Hugarkort með örnefnum og öðrum fróðleik sem við komumst að í ferlinu
1 af 6

Nú er örnenfnaverkefninu okkar formlega lokið. Verkefnið hófst með umræðum um eitt orð ,,örnefni" og hefur síðan leitt okkur áfram í ýmsar áttir. Í fyrstu voru talin upp örnenfni sem nemendur þekktu og sett á hugarkort, síðan var tekin gönguferð að útsýnispallinum og skífan skoðuð gaumgæfilega og staðir miðaðir út frá henni. Við þá skoðun komumst við að því að það þarf að rétta skífuna af því við lentum ekki alltaf á réttum stað miðað við nafn á skífunni. Í framhaldi af þeirri göngu vorum við svo heppin að fá Gumba með okkur í gönguferð en hann er sérleg fróður um örnenfin í Önundarfirði. Einnig voru skoðaðar loftmyndir og kort af firðinum. Nemendur segjast hafa lært ný örnefni í þessari vinnu og einnig kunnað nokkur áður en vinnan hófst. Yngri nemendurnir lögðu lokahönd á örnefnakortin sín í dag og taka þau með heim að loknum skóladegi. Á kortunum eru myndir af nokkrum stöðum og nafnið við, að sjálfsögðu með stórum stað því þau vita að örnefni er sérnafn. Eldri nemendurnir skreyttu veggi skólstofunnar með sínum kortum og myndum.  Í sumum tilfellum er þekkt saga á bak við örnefnið en okkur fannst líka gaman að velta fyrir okkur af hverju einhver staður hefði það örnefni sem hann hefur og komu þá margar skemmtilegar tilgátur. Ein hugmyndin um Brimnes var að forsetinn hafi óttast flóð og látið vinnumenn hlaða vegg úr risastórum steinum og þá hafi Brimnesið verið nefnt. Aið fær sitt nafn af því að það er eins og bókstafurinn A og framtíð þess er talin vera sú að það verði stækkað til að auka öryggi.