VALMYND ×

Skólinn á aðventunni

Nú eru rétt rúmar tvær vikur í jólafrí nemenda Grunnskóla Önundafjarðar. Við munum að mestu halda úti hefðbundinni stundaskrá en með uppbroti tíma og tíma. Í þessari viku verður ýmislegt á döfinni. 

Í dag mánudaginn 5. desember kemur hún Rakel spjaldtölvusnillingur og vinnur með kennurum í leik- og grunnskólanum, sem og nemendum í 5.-9. bekk. Við ætlum að einblína á íslenskuna og hvað tæknin getur boðið okkur upp á í fjölbreyttu íslenskunámi. 

Þriðjudaginn 6. desember - á morgun - þá ætla allir nemendur grunnskólans og eldri nemendur leikskólans að koma saman í Félagsbæ og baka piparkökur. Piparkökurnar verða síðan í boði í afmæli Grænagarðs á föstudaginn.

Miðvikudaginn 7. desember er 1.-4. bekk og fimm ára nemendum Grænagarðs boðið á danssýningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Á fimmtudaginn verður nokk hefðbundinn dagur sem og á föstudaginn.

Vikan fyrir jólafrí mun verða bland af hefðbundinni og óhefðbundinni kennslu. Við ætlum að fara í kirkju, föndra og skrifa á jólakortin og gera það sem þarf að gera fyrir jólin. 

Jólafríið hefst eftir hádegismat þriðjudagin 20. desember.

Njótið nú aðventunnar kæru vinir.