VALMYND ×

Til upplýsinga

Með tilliti til þess að almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 kórónaveirunnar vil ég koma eftirfarandi upplýsingum varðandi leik og grunnskóla á Flateyri. 

Starfsemi skólanna helst óbreytt meðan ekki koma tilmæli um annað. 

Ef til kemur að nemendur eða starfsfólk verði sent heim vegna sóttkvíar verður kennslu grunnskólanemenda haldið uppi með fjarkennslu og heimaverkefnum. 

Við erum meðvituð um smitleiðir og höfum aukið áherslu á handþvott og höfum spritt uppi við á sem flestum stöðum en þess má þó geta að handþvottur er almennur alltaf áður en börnin matast og eftir salernisferðir og því bara handsprittið sem þar bætist við þó það hafi alltaf verið í boði. 

Leiðbeiningar um hvernig draga megi úr sýkingarhættu hafa einnig verið hengdar upp í skólunum á einu eða fleiri tungumálum eftir því sem við á. 

Lögð er áhersla á að þrífa vel yfirborðsfleti, svo sem handrið, hurðarhúna, ljósarofa og fleira.

Þó að það sé liður í auknu sjálfstæði nemenda og minnkun á matarsóun að nemendur skammti sér matinn sjálfir verðum við að bregða á það ráð að skammta á diskana tímabundið til að draga úr líkum á smiti. 

 

Enn sem komið er höldum við áfram að æfa fyrir árshátíð grunnskólans sem stendur til að halda 26. mars næstkomandi en erum því viðbúin að þurfa að fresta henni ef aðstæður breytast. 

Bestu kveðjur

Sunna