VALMYND ×

Toppönd komið til bjargar

1 af 3

Það eru mörg óvænt verkefnin sem koma upp í skólastarfinu. Í morgun þegar nemendur voru að mæta í skólann var einnig á ferðinni frekar áttavilltur toppandarsteggur. Við ákváðum að taka hann inn í skólann og kynna okkur hvað þyrfti að gera fyrir hann en höfðum fengið upplýsingar frá viðstöddum að hann þyrfti sennilega bara að komast að sjónum. Við vorum samt ekki sannfærð um að ekkert amanði að honum þar sem hann var mjög rólegur og hreyfði sig lítið í kassanum sem hann var settur í. Eftir samtal við starfsmenn á náttúrufræðistofu Vestfjarða ákváðum við að prófa hvað gerðist ef við færum með hann í fjöruna. Og viti menn, um leið og hann sá sjóinn spratt hann upp úr kassanum og synti hinn sprækasti. Allir voru mjög ánægðir með þessi málalok og lærðum við mikið af þessu verkefni. Þess má geta að fuglaþema er í gangi hjá okkur í vetur og vita nemendur þó nokkuð orðið um fuglana.