VALMYND ×

Fréttir

Slæm veðurspá

Vegna slæmrar veðurspár er eftirfarandi upplýsingum komið á framfæri: 

Ísafjarðarbær hefur gefið út viðmið um hvenær loka eigi stofnunum vegna  óveðurs. Þar kemur m.a. fram að stofnunum bæjarins sé ekki lokað nema algjöra nauðsyn beri til og getur forstöðumaður lokað stofnun af einni eða fleirum af eftirtöldum ástæðum:

  • Tilmæli frá almannavörnum eða lögreglu
  • Rafmagnsleysi kemur í veg fyrir að hægt sé að halda stofnuninni opinni
  • Ófærð er svo almenn að ekki næst að kalla til lágmarksfjölda starfsmanna til að halda a.m.k. skertri þjónustu

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og fréttum af veðri.  Skóla verður ekki aflýst nema tilmæli komi frá Almannavörnum eða lögreglu. Komi ekki tilmæli frá Almannavörnum eða lögreglu verða foreldrar að meta hvort óhætt sé að börn þeirra sæki skóla. Ef foreldrar hafa börn sín heima þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreld­rar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Strætisvagnar Ísafjarðarbæjar hafa tekið í notkun talhólfsnúmer, 878-1012,  þar sem fram kemur hvort og þá hvaða ferðir falla niður. 

Foreldrar eru einnig hvattir til að fylgjast vel með  á heimasíðu almannavarna.

Samfélagsvika Lýðskóla - opið hús GÖ

Vikuna 9.-13. desember lítum við upp frá hefðbundnu starfi og tökum þátt í samfélagsviku Lýðskólans. Á mánudagsmorgun er unglingunum boðið að horfa á jólamynd með Lýðskólanemum. Á fimmtudaginn verður svo leikjadagur þar sem leik og grunnskólanemum bíðst að taka þátt. Á föstudaginn ætlum við svo að taka á  móti þeim gestum sem vilja koma til okkar í grunnskólann  og föndra jólakortin sín með okkur eða bara skrifa í þau.

Kaffihúsið

Æfing á Bróðir minn Ljónshjarta
Æfing á Bróðir minn Ljónshjarta
1 af 7

Kaffihúsið sem nú er orðinn árlegur viðburður hjá okkur í Grunnskóla Önundarfjarðar í tilefni af degi íslenskrar tungu  tókst frábærlega þetta árið. Húsið fylltist af gestum sem nutu þess að sjá nemendur og kennara sýna brot af því fjölbreytta starfi sem á sér stað í skólanum okkar. Fyrst sýndu nemendur leik og grunnskóla tónlistaratriði úr sögunnii Bróðir minn Ljónshjarta en tónlistarskólinn er með aðstöðu til að kenna nemendum í rúllandi stundaskrá innan skólatíma auk þess sem tónlist er kenn einu sinni í viku á yngsta og miðstigi. Í þessu atriði komu fram nemendur fra´fimm ára til fimmtán ára.  Síðan stigu nemndur unglingastigs á stokk, sungu einsöng, fluttu ljóð og að lokum sýndu þau stuttmyndina Bólufélagi sem þau settu saman eftir smásögu sem einn þeirra samdi. Að þessum flutningi loknum flæddi dagskráin um þar sem gestir fengu sér veitingar og færðu sig niður á neðri hæðina þar sem nemendur yngsta- og miðstigs voru  með lifandi sýningu á afrakstri vinnu með himingeyminn. Þar voru ýmsasr útgáfur af geimförum sem hreyfðust á mismunandi hátt með hjálp mótora, rafhlaðna og hreyfla. Einnig var hægt að sjá hvernig þau höfðu verið að kynnast notkun á smáforritum og gafst gestum kostur á að prófa og vakti það mikla lukku. Við eigum svo sannarlega mikinn mannauð hér í hæfileikaríkum nemendum og kennurum. Og við erum þakklát fyrir samfélagið sem stendur á bak við okkur og fylgist með því sem við erum að gera og tekur þátt í því. 

Kaffihús 14. nóvember

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir kaffihúsakvöld sem haldið verður fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl 17:00-19.00. Nemdendur munu sýna ýmislegt sem þeir hafa verið að fást við undanfarið og má þar nefna tónlistaratriði, stuttmynd sem unnin er uppúr smásögu eftir einn nemendanna og hvernig hægt er að vinna með tækni í skólastarfi. Allri bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir. Unglingarnir sjá um bakstur og selja veitingar í fjáröflunarskini vegna væntanlegs skólaferðalags. Verð fyrir fullorðinn 1500 krónur, grunnskólanemar utan GÖ 1.000 krónur og frítt fyrir þá sem ekki hafa náð grunnskólaaldri. 

Fréttir frá október.

Október mánuður var mjög viðburðaríkur hjá okkur í GÖ. 4. október fóru nemendur í 1. - 5. bekk með rútu til Súðavíkur til að taka þátt í Öðruvísi leikunum sem er íþróttahátið fyrir nemendur yngsta og miðstigs. 9. október lá leiðin svo aftru til Súðavíkur og voru nú allir nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar með í för. Í þetta sinn var tilefnið List fyrir alla en þemað þetta árið var Barnabókaflóðið. Nemendur kynntust aðferðum til að vinna með sína eigin ritun ásamt fleiru. 10. október fóru svo unglingarnir til Bolungarvíkur þar sem þeir dvöldu frá morgni til kvölds og tóku þátt í ýmsum greinum á hinni árlegu íþróttahátið og var svo endað á balli um kvöldið. 28. nóvember ferngum við svo Skáld í skólum í heimsókn. Það voru þau Linda Ólafsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson sem komu til okkar og unnu með nemendum skemmtilegt verkefni sem reyndi á hugmyndaflug og þor til að láta hugmyndirnar í ljós. Linda sagði krökkunum frá því hvað hún hefði alltaf haft gaman að því að teikna og þess vegna hefði hún ákveðið að láta á það reyna hvernig hún gæti unnið við það þegar hún yrði fullorðin sem hún nú gerir. Í lok mánaðarins héldum við svo upp á Hrekkjavöku með því að skreyta skólann, tekið var á móti nemendum í algjöru myrkri og fóru nemendur og starfsfólk svo í feluleik í myrkum skólanum. 

Næsta vika í GÖ - yfirlit

Í næstu viku verður mikið um að vera hjá okkur í grunnskólanum eins og svo oft. Á mánudaginn verður Aggi, sem kennir við Lýðskólann og kenndi krökkunum dálítið í spuna í fyrra, aftur hjá okkur og kennir meiri spuna. Námskeiðin fara fram í Samkomuhúsinu og hefst námskeið fyrir yngri hópinn (1.-5. bekk) á mánudaginn kl 16:30 og stendur til kl 18:00.  Námskeið fyrir eldri hópinn er á sama tíma á þriðjudaginn. 

Á miðvikudaginn er svo sameiginlegur starfsdagur hjá öllum fámennu skólunum í Ísafjarðarbæ og því engin kennsla þann dag. Dægradvöl verður einnig lokuð þennan dag þar sem námskeið starfsdagsins nýtast starfsmanni þar einnig.

Á föstudaginn, 4. október fara nemendur 1. - 5. bekkjar á Öðruvísi leikana sem er íþróttahátið og verður hún haldin í Súðavík að þessu sinni. 

 

Fyrsti þemadagur- dagur íslenskrar náttúru

Sjávarsalt í vinnslu
Sjávarsalt í vinnslu
1 af 4

Í dag var fyrsti þemadagurinn hjá okkur í Grunnskóla Önundarfjarðar, á degi íslenskrar náttúru. Þemað sem við erum að vinna með er Önundarfjörðurinn og náttúra hans. Vel gekk hjá öllum hópum og verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. Við nutum krafta sérfræðinga úr nærsamfélaginu, Maggi Eggerts fór á sjóinn með Sigga og hans hóp og María þaragúrú fór með Jónu og hennar hóp og komu þau heldur betur fróð úr þeirri ferð. Þriðji hópurinn vann salt úr sjó og breytti því í baðsölt undir leiðsögn Katrínar og Sunnu. Næstu tvo daga verða þessi verkefni endurtekin uns allir nemendur hafa kynnst þessu öllu samna. 

Á fimmtudaginn ætlum við svo að sýna afraksturinn og bjóða bæjarbúum að koma í heimsókn til okkar. Skólinn verður opinn þeim sem vilja kíkja við frá því að við hefjum starf kl 8:15 og þar til starfi lýkur kl 13:15. Eiginleg sýning og smakk á afurðum okkar verður frá klukkan 12 -13:15. 

 

 

Þemadagar í næstu viku

Í næstu viku verða fjórir þemadagar hjá okkur í grunnskólanum, frá 16. - 19. september. Þessa daga ætlum við að nýta þau landsins gæði sem Önundarfjörður hefur upp á að bjóða. Meðal þess sem við ætlum að gera er að draga fisk úr sjó, elda úti úr því sem vex í kringum okkur og gera tilraunir með vinnslu sjávarsalts og afurða úr því. Alla þessa daga lýkur skóladegi hér klukkan 13:15 en valtímar á unglingastigi sem eru á Ísafirði halda sér. 

 

 

Námskeiðsdagur á leik og grunnskóla

Föstudaginn 6. september er starfsdagur/námskeiðsdagur hjá starfsmönnum leik og grunnskólans. Starfsmenn leikskóla fara á Ísafjörð og fá fræðslu frá Helgu Harðardóttur kennsluráðgjafa um notkun á sjálfsmatskerfinu ,,Hversu góður er leikskólinn okkar". Með þessari aðferð gerir starfsfólk leikskólana sér betur grein fyrir að matið sé hluti af aðferðum til að bæta skólastarfið fyrir börnin og foreldra þeirra. Fjölbreyttar aðferðir eru notaðar í samskiptum við börnin, samstarfsfólk og foreldra. Einnig verður Helena Jónsdóttir sálfræðingur á Ísafirði með fyrirlestur um vellíðan á vinnustað, álag og streitu og viðbrögð við henni. 

Starfsmenn grunnskólans fara á kennaraþing KSV sem haldið er í Birkimel á Barðaströnd. Þar verður Oddný Sturludóttir með fyrirlestur um lærdómssamfélag, skólamenningu og nemendastýrð foreldraviðtöl. Hún beinir sjónum að þeim kröftum í skólamenningunni sem eru nauðsynlegir til að efla sjálfstæði nemenda, lyfta upp hugsun þeirra og gera hana sýnilega. Hún kynnir einnig til sögunnar ákveðna rútínu til að vekja upp samtal og rökræður í skólastofunni. Lögreglan á Vestfjörðum mætir svo með fyrirlesturinn Fíkniefni og forvarnir- Hvað getum við gert. 

Opnun Leikskólans Grænagarðs

Leikskólinn Grænigarður opnar að loknu sumarfríi þriðjudaginn 13. ágúst kl. 12:00. 

Skólastjóri.