VALMYND ×

Fréttir

Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar

1 af 4

Fór fram fimmtudaginn 23. mars sl. 

Settu nemendur upp leikritið Ronju Ræningjadóttur. Árshátíðin okkar heppnaðist einstaklega vel - hver einn og einasti nemandi stóð sig með miklum sóma og gaman að sjá leikritið lifna á sviðinu.

Magnea Björg Önundardóttir í 9. bekk  sá um sviðsmyndina en auk þess sá hún um að farða leikhópinn, hljóð og mynd. 

Með helstu hlutverk í leikritinu fóru:

Ronja Ræningjadóttir: Sylvía Lind Jónsdóttir og Karen Drífa Guðmundsdóttir

Matthías: Hinrik Jón Bergsson

Lovísa: Matthildur Gróa Bergsdóttir

Borki: Birna Mjöll Jónsdóttir

Valdís: Védís Önundardóttir

Birkir: Ívar Hrafn Ágútsson

Skalla-Pétur: Einar Arnalds Kristjánsson

Litli-Skratti: Andri Pétur Ágútsson

Nornir: Svandís Rós Ívarsdóttir og Signý Lilja Jónatansdóttir

Ræningjar: Svandís Rós Ívarsdóttir, Andri Pétur Ágútsson, Védís Önundardóttir, Birna Mjöll Jónsdóttir, Helga Lára Þorgilsdóttir, Zuzanna Majewzki, Signý Lilja Jónatansdóttir, María Arnalds Kristjánsdóttir.

Rassálfar: Helga Lára Þorgilsdóttir, Zuzanna Majewzki, Signý Lilja Jónatansdóttir, María Arnalds Kristjánsdóttir.

Tónlistarstjórn: Dagný Arnalds

Hreyfingar: Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir

Textavinna: Unnur Björk Arnfjörð

Búningar Una Lára Waage

Allt hitt sem var svo mikilvægt Edda Graichen og Guðmunda Agla Júlíusdóttir

Sérstakar þakkir fyrir lánið á Félagsheimilinu, Lára Thoroddsen og Jón Ágúst og allir foreldrarnir sem lögðu hönd á plóginn svo sýningin gæti orðið svona glæsileg. 

 

 

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði, fimmtudagskvöldið 9. mars.

Tólf nemendur úr 7. bekk grunnskólanna í Ísafjarðarbæ og í Bolungarvík tóku þátt að þessu sinni. Höfundar keppninnar í ár voru þau Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurðardóttir. Lásu krakkarnir brot úr sögunni Bláa hnettinum eftir Andra Snæ og valið ljóð eftir Steinunni. Að auki völdu krakkarnir sér ljóð til að lesa. 

Okkar maður Einar Arnalds Kristjánsson var sér og skólanum til mikils sóma og las sína hluta vel og vandlega. Hins vegar var keppnin afar hörð í ár og varð Auðbjörg Erna Ómarsdóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri sigurvegari keppninnar í ár.  Íris Embla Stefánsdóttir frá Grunnskólanum í Bolungarvík hafnaði í öðru sæti og Lena Rut Ásgeirsdóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði í því þriðja.

Dómarar voru þau Baldur Sigurðsson, Anna Þ. Ingólfsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir. Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi Ísafjarðarbæjar hélt utan um dagskrána, en Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, sem hafnaði í 2. sæti keppninnar í fyrra, las inngangstexta.

Skólalúðrasveit Tónlistarskólans með Einar í fararbroddi, opnaði hátíðina og spilaði létt og skemmtileg lög til að koma keppendum og áhorfendum í réttan gír. 

Við óskum öllum keppendum, kennurum og foreldrum innilega til hamingju.

Samræmdum prófum í 9. bekk lokið

Þær Magnea Björg og Birna Mjöll luku samræmdu prófunum í íslensku, stærðfræði og ensku á dögunum. Fyrir prófið var þeim boðið í smá morgunverð til að fylla á tankinn og koma sér í gírinn fyrir prófið. Er þetta í fyrsta sinn sem þær taka samræmt próf á netinu og gekk allt vel í okkar skóla. 

 

Einar Arnalds Kristjánsson áfram í Stóru upplestrarkeppnina

1 af 2

Í dag var haldin litla Stóra upplestrarkeppnin á Þingeyri þar sem 7. bekkingar frá Flateyri, Suðureyri og Þingeyri kepptu í upplestri. 

Fyrir hönd okkar skóla kepptu þau Karen, Einar og Matthildur og komst Einar áfram fyrir okkar hönd og mun keppa í Stóru upplestrarkeppninni á Ísafirði 9. mars nk. 

Okkar keppendur stóðu sig með miklu sóma og megum við sannarlega vera stollt af okkar fólki. 

Ronja ræningjadóttir

Árshátíðarleikritið okkar í ár er leikritið Ronja ræningjadóttir. Í vikunni fengu nemendur að vita hlutverk sín í leikritinu og fyrsti samlestur verður í dag. 

Við erum öll afar spennt og hlökkum til árshátíðarinnar okkar sem verður haldin 23. mars nk. kl. 17.00.

Í hlekknum hér fyrir neðan má heyra tónlist úr verkinu þegar það var sýnt í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum síðan. 

 

https://www.youtube.com/watch?v=6C9d0gEcVHE 

 

Gleðileg jól

Starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar óskar ykkur öllum gleði og friðar á jólum með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Skóli hefst samkvæmt stundaskrá 4. janúar nk. 

Skólinn á aðventunni

Nú eru rétt rúmar tvær vikur í jólafrí nemenda Grunnskóla Önundafjarðar. Við munum að mestu halda úti hefðbundinni stundaskrá en með uppbroti tíma og tíma. Í þessari viku verður ýmislegt á döfinni. 

Í dag mánudaginn 5. desember kemur hún Rakel spjaldtölvusnillingur og vinnur með kennurum í leik- og grunnskólanum, sem og nemendum í 5.-9. bekk. Við ætlum að einblína á íslenskuna og hvað tæknin getur boðið okkur upp á í fjölbreyttu íslenskunámi. 

Þriðjudaginn 6. desember - á morgun - þá ætla allir nemendur grunnskólans og eldri nemendur leikskólans að koma saman í Félagsbæ og baka piparkökur. Piparkökurnar verða síðan í boði í afmæli Grænagarðs á föstudaginn.

Miðvikudaginn 7. desember er 1.-4. bekk og fimm ára nemendum Grænagarðs boðið á danssýningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Á fimmtudaginn verður nokk hefðbundinn dagur sem og á föstudaginn.

Vikan fyrir jólafrí mun verða bland af hefðbundinni og óhefðbundinni kennslu. Við ætlum að fara í kirkju, föndra og skrifa á jólakortin og gera það sem þarf að gera fyrir jólin. 

Jólafríið hefst eftir hádegismat þriðjudagin 20. desember.

Njótið nú aðventunnar kæru vinir. 

 

Opið hús í Grunnskóla Önundarfjarðar

Fimmtudaginn 1. desember verður opið hús í Grunnskóla Önundarfjarðar. Foreldrar eru velkomnir í skólann á skólatíma og sjá hvað við erum að fást við.

Dagskráin er hér. 

Yngri deild

8:00-8:40 Íslenska

8:40-9:20 Íþróttir í Íþróttahúsinu

9:40-11:00 Náttúrufræði – úti ef veður leyfir

11:10-11:50 – Grænigarður, söngstund með leikskólabörnunum

11:50-12:20   Matartími í Félagsbæ

12:20-13:00 Valtími

 

 

Eldri deild

8:00-8:40 Íslenska

8:40-9:20 Íslenska

9:40-11:00 Íþróttir í íþróttahúsinu

11:10-11:50 – Grænigarður, söngstund með leikskólabörnunum

11:50-12:20   Matartími í Félagsbæ

12:20-13:00 Stærðfræði

13:00-14:30 Heimilisfræði

Athugið að klukkan 11 munu nemendur fara yfir á Grænagarð og syngja með leikskólabörnunum á Degi íslenskrar tónlistar. Foreldrar eru velkomnir þangað líka en þennan dag á Grænigarður 20 ára afmæli. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Nemendur og kennarar

Flateyri í Stundinni okkar í gærkvöldi.

María og Zuanna
María og Zuanna

Í gær var viðtal við þær Maríu, Zuzönnu, Sylvíu og Karen í Stundinni okkar. Jafnframt mátti sjá glytta í marga aðra krakka frá Flateyri, bæði þau sem hér hafa fasta búsetu sem og gesti. 

Þátturinn var frábær og viðmælendurnir stóðu sig með mikilli prýði. Hér má sjá þáttinn.