Fréttir
Skólafréttir
Gleðilegt nýár kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk.
Á nýju ári hefur stundatafla grunnskólans breyst örlítið og geta foreldrar séð breytingu hjá sínu barni inni á Mentor. Stærsta breytingin er sú að heimilisfræði verður ekki kennd á vorönninni heldur breytast þeir tímar í valgreinar/áhugasvið og færast af miðvikudögum yfir á þriðjudaga.
Nú um áramótin hóf Sæbjörg Freyja Gísladóttir störf við skólann en hún mun kenna íslensku, íþróttir og dönsku, ásamt því að vera með val og útivisti á yngsta stigi. Við bjóðum Sæbjörgu hjartanlega velkomna, en Sæbjörg hefur frá því í haust kennt dönsku.
Una Lára verður áfram í veikindaleyfi og heldur því María áfram sem skólaliði.
Í leikskólanum mun hún Grazyna hafa fasta viðveru alla daga á milli kl. 10 og 13 en í janúar byrja þrír nýir nemendur í leikskólanum. Verða þá börnin orðin 13 auk 3ja nemenda sem koma í dægradvöl eftir hádegi.
Gleðileg jól
Starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar og leikskólans Grænagarðs óska ykkur gleðilegra jóla og við hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.
Nemendur grunnskólans mæta í skólann 2. janúar samkvæmt stundaskrá. Leikskólinn er opinn alla virka daga á milli jóla- og nýárs.
Þó að engin sjáist sól,
samt ei biturt gráttu.
Nú skal halda heilög jól,
hugga alla þig láttu.
- Jól í koti, jól í borg,
jól um húmið svarta.
Jól í gleði, jól í sorg
Jól í hverju hjarta
B. P. Gröndal
Hafið það gott kæru vinir.
Nýjar innheimtureglur leikskóla hjá Ísafjarðarbæ
Leik- og grunnskólinn fær gönguskíði að gjöf
Okkur hafa verið gefin gönguskíði! Gullrillurnar hafa gefið skólunum okkar fjögur pör af gönguskíðum sem nýst geta elstu nemendum leikskólans og 1.-2. bekk grunnskólans.
Nú biðjum við bara um aðeins meiri snjó svo við getum prófað skíðin okkar.
Myndin hér til hliðar er ekki af gönguskíðunum heldur svaðilför skólastýrunnar eitt kvöld í Laugardalnum á gönguskíðum fyrir nokkrum árum síðan. Hún er meira til skemmtunar...
Grunnskólinn opinn 1. desember
Föstudaginn 1. desember er opið hús í skólanum. Eru foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir velkomnir að koma og sjá hvað við erum að gera. Jafnframt langar okkur að bjóða foreldrum að taka að sér "starf" í skólanum.
Í boði er:
Stuðningsfulltrúi:
Foreldri kemur í eina kennslustund og aðstoðar nemendur í bekknum í þeim verkefnum sem eru í gangi undir stjórn kennara.
Gæsla í frímínútum:
Foreldri tekur að sér frímínútnagæslu kl. 9:35-9:50.
Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við Unni Björk á netfangið unnurbjork@isafjordur.is
Við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn í skólann.
Til hamingju
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagur íslenskrar tungu fagnað á Flateyri
Degi íslenskrar tungu var fagnað með kaffihúsakvöldi í skólanum okkar í gærkvöldi.
Þær Signý Lilja, Zuzanna og María spiluðu sexhent á píanó lag um hest. Birna Mjöll, Sylvía Lind og Matthildur Gróa sungu Móðir mín í kvíkví.
Því næst voru veittar viðurkenningar fyrir lestrarbingó og heimalestur en Svandís Rós og Matthildur fengu verðlaun fyrir lestrarbingó og Helga Lára og Zuzanna fengu verðlaun fyrir að sleppa aldrei degi úr í lestri.
Allir nemendur skólans léku og lásu ljóð Þórains Eldjárns Karnival dýranna og því næst kynntu eldri nemendur þemaverkefni sín í samfélagsfræði og verkefni sitt um Flóttafólk.
Að lokum sungu og léku nemendur skólans á hljóðfæri lagið Marsbúa cha cha cha.
Eftir dagskrána seldi nemendafélagið kaffiveitingar og fer allur ágóði í vorferðasjóð nemenda.
Við erum enn að bíða eftir myndum frá kvöldinu en myndbandið um Flóttafólk er að finna hér.
Kaffihúsakvöld á degi Íslenskrar tungu
Nemendur GÖ halda kaffihúsakvöld fimmtudaginn 16. nóvember nk. klukkan 19:00. Ætla krakkarnir að kynna tvö þemaverkefni sem þau hafa verið að vinna að í vetur sem og lesa upp ljóðið Karnival dýranna eftir Þórarinn Eldjárn. Kaffihúsið verður opið og geta gestir keypt sér veitingar. Allur ágóði fer í ferðasjóð nemenda skólans.
Við hvetjum alla til að koma og eiga með okkur notalega kvöldstund saman.
Námskeið fyrir foreldra
„Hvað get ég gert“
Þann 29. nóvember n.k verður haldið „hvað get ég gert“ námskeið fyrir foreldra. Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur og þýðandi bókanna sem hefjast á ,,Hvað get ég gert“ og eru ætlaðar nemendum frá 6-11 ára til að fást við ýmis vandamál. Bækurnar eru ætlaðar til að vinna með fullorðnum og við bjóðum foreldrum upp á námskeið til að geta unnið með þessar bækur með börnum sínum.
Klukkan 17:30 verður fjallað um hvernig er árangursríkast að vinna með bókina ,,Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur“ sem er ætluð börnum sem glíma við kvíða.
Klukkan 20:00 verður fjallað um hvernig best er nota bókina ,,Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin“.
Námskeiðin eru ætluð foreldrum sem vilja vinna með þessi atriði með börnum sínum og eru foreldrum að kostnaðarlausu.
Námskeiðin verða haldin í Grunnskólanum á Ísafirði.