VALMYND ×

Sýn og meginmarkmið:

,,Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og samskipti barna og ungmenna innbyrðis og við kennara sína eru ekki síður en viðfangsefni kennslustunda mikilvæg til að ná markmiðum skólanna og stuðla að velferð, námi og menntun. Starfshættir skólanna skulu mótast af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð.”.

Sýn Grunnskóla Önundarfjarðar

Allir hafa hið góða í sér og möguleikann til að verða betri manneskjur.

Stefna Grunnskóla Önundarfjarðar:

Skólinn leggur áherslu á að rækta hæfileika einstaklingsins og einbeitir sér að því að gera nemendur jafnt góða sem fróða.

Skólinn hefur ennfremur sett sér að:

Að koma til móts við þarfir hvers og eins nemenda eins og kostur er.

Auka gæði náms og kennslu með sífelldri endurskoðun og markvissri uppbyggingu.

Auka markvisst ábyrgð nemenda á námi, mætingu og hegðun.

Koma á skilvirku samskiptakerfi á milli heimilis og skóla

Endurskoðun á stefnu skólans

Skólaárið 2017 til 2018 verða ný einkunnarorð og stefna leik- og grunnskóla Önundarfjarðar mótuð í samvinnu við nemendur, kennara, starfsfólk og atvinnulífsins í firðinum. Í ljósi nýlegra breytinga þar sem ráðinn var skólastjóri yfir sameiginlegum leik- og grunnskóla Önundarfjarðar hefur verið ákveðið að móta nýja sameiginlega starfsáætlun beggja skóla, sameiginlega sýn og skólastefnu sem mun endurspeglast í nýrri skólanámskrá sem unnin verður á yfirstandandi skólaári.

Starfshópur um framtíðarskipan leik- og grunnskólamála í Önundarfirði hefur lagt til við bæjarstjóra að leik- og grunnskólinn verði formlega sameinaður undir merkjum eins skóla. Áætlað er að það takist að sameina formlega skólana fyrir vorið.

Skólastjóri stýrir vinnunni í samráði við starfshóps sem skipaður var til að fjalla um áform Ísafjarðarbæjar um að setja leik- og grunnskóla Önundarfjarðar undir sama þak. Taldi hópurinn að forsenda til þess að fjalla um húsnæðismálin væri meðal annars að móta skýra sýn sameinaðs leik- og grunnskóla. Áætluð verklok um mótun starfsáætlunar, stefnu og skólanámskrár eru júní  2018.

Nóvember 2017