VALMYND ×

Upplýsingar um stjórnendur

Skólastjóri leik- og grunnskólans  er Kristbjörg Sunna Reynisdóttir og deildarstjóri leikskólans er Joanna Majewska. Skrifstofa og vinnustaður skólastjóra er við Tjarnargötu í húsnæði grunnskólans. Skólastjóri er með fasta viðverðu á leikskólann einu sinni í viku en kemur einnig í skólann eftir þörfum. Skólastjóri sér um rekstur leikskólans, mannaráðningar og fjármál. Skólastjóri situr jafnframt alla starfsmannafundi og leikskólastjórafundi.

Skólastjóri vinnur að mestu í grunnskólanum og sinnir þar stjórnun skólanna. Hluti starfs skólastjóra er kennsla og því er viðvera hans bundin af því hversu mikilli kennslu hann sinnir en samkvæmt kjarasamningum er kennsluskylda skólastjóra 15 kst á viku. Það fer hins vegar eftir hversu vel næst að ráða inn af starfsfólki ár hvert hvort skólastjóri þarf að kenna meira eða getur samið um minni kennslu.  

Deildarstjóri

Deildarstjóri sér um daglega stjórnun, skipulagningu starfsins á Grænagarði. Hann annast daglega verkstjórn á deildinni og sér til þess að unnið sé eftir markmiðum leikskólans, skólastefnu Ísafjarðarbæjar og lögum og reglum. Deildarstjóri ber ábyrgð á foreldrasamstarfi og skal sjá til þess að upplýsingastreymi milli heimilis og leikskóla sé gott.

Deildarstjóri er næsti yfirmaður starfsfólks Grænagarðs. Hann ber ábyrgð á umönnun og menntun barna deildarinnar ásamt skólastjóra. Deildarstjóri sér um innkaup á föndurvörum og öðrum smávörum fyrir deildina. Deildarstjóri vinnur að gerð fjárhagsáætlunar, ársáætlunar, ársskýrslu og skóladagatals í samvinnu við skólastjóra.

Deildarstjóri skipuleggur deildarfundi í samráði við skólastjóra. Hann mætir á foreldrafundi leikskólans og tekur foreldraviðtöl. Deildarstjóri tekur þátt í teymisvinnu varðandi einstök börn og situr slíka fundi ef við á. Deildarstjóri vinnur náið með skólastjóra. Deildarstjóri skal sjá til þess að samskipti við samstarfsfólk, bæjarbúa, foreldra, forráðamenn, börn og aðra þá sem hann hefur samskipti við vegna starfa sinna séu ávallt til fyrirmyndar.