VALMYND ×

Fréttir

Samræmd próf í íslensku og stærðfræði

Samræmd próf fara fram núna í september. Prófin eru í fyrsta sinn rafræn og höfum við aðeins prófað að taka þau þannig sem æfingapróf. Nemendur hafa jafnframt fengið prófið síðan í fyrra til þess að æfa sig.

 

Prófið hefst klukkan 09:00 en nemendur mæta eins og venjulega í skólann kl. 8:00 og eru búnir samkvæmt stundaskrá þessara daga.

7. bekkur

  • Íslenska – fimmtudaginn 22. september.
  • Stærðfræði – föstudaginn 23. september.

4. bekkur

  • Íslenska – fimmtudaginn 29. september.
  • Stærðfræði – föstudaginn 30. september.

 

Nánari upplýsingar um prófin er að finna hér. https://www.mms.is/rafraen-prof

Aðstoð við heimanám

Þeir nemendur sem óska eftir að fá aðstoð við heimanám geta mætt í stofuna hennarl Mundu á þriðjudögum og fimmtudögum á milli 13:40 og 14:10. 

Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri, hvort sem er til að halda áætlun eða æfa ykkur í lestri. 

Unnur Björk 

Skólastjóri

 

Þorgrímur Þráinsson á Þingeyri

Á morgun, þann 15. september, ætla nemendur 5.-9. bekkjar að heimsækja Þingeyringa og hlýða á fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar. Hópunum verður skipt í mið- og unglingastig. Á meðan hvor hópur bíður eftir að berja átrúnaðargoðið augum þá er dagskrá sem Þingeyringarnar ætla að bjóða upp á.

Nemendur þurfa að taka með sér morgunesti en síðan borða þau hádegisverð með skólafélögum sínum og koma síðan heim. 

Áætlað er að rútan fari héðan kl. 9 og komi til baka kl. 13. Kennsla verður í heimilisfræði hjá 7. og 9. bekk eftir að heim er komið.

Kennarar sem fara með í ferðina eru Edda og Grétar. 

Unnur Björk 

Skólastjóri

Lestur er bestur

Af hverju er alltaf verið að prófa börn í hraðlestri? Er það ekki lesskilningurinn sem skiptir mestu máli?


Meira