Fréttir
Hádegishlé
Í upphafi skólaárs ákváðum við, sem einskonar tilraun, að borða í Félagsbæ í hádeginu. Nemendur hafa hjólað eða gengið í Félagsbæ án teljandi vandræða þó svo að stundum hafi þau þurft að aðlaga ferðir sínar hvar er verið að grafa þann daginn.
Hefur þessi tilraun okkar mælst vel fyrir meðal nemenda. Allir nemendur skammta sér sjálfir á diskana og eru orðnir vel þjálfaðir í því að setja það á diskinn sem þeir ætla sér að borða. Matarsóun er því minni en þegar skammtað hefur verið á diskana fyrir börnin. Ekki spillir að nemendur sitja saman í notalegu umhverfi og hitta Gunnu matráð daglega og geta persónulega þakkað henni fyrir matinn.
Í þessi fellst líka heilmikil lífsleikni, nemendur spjalla saman og læra góða borðsiði.
Við ætlum að halda áfram með tilraunina okkar í október en síðan verðum við að sjá til þegar veturinn er í alvöru farinn að banka uppá hjá okkur hvort við getum haldið þessu fyrirkomulagi áfram.
Eftir hádegi streyma inn í skólann okkar hressir og kátir krakkar, búnir að borða vel, fá ágætis hreyfingu og súrefni í lungun (og heilann).
Veturinn nálgast.
Samræmdum prófum lokið að sinni
Hann Andri er eina barnið í 4. bekk. Hann fékk því að taka samræmda prófið inni á skrifstofu skólastjóra í morgun.
Nú eru prófunum lokið að sinni og næstu samræmdu próf ekki fyrr en í mars hjá 9. bekk.
Sjöundi bekkur búinn með samræmdu prófin
Samræmd próf í íslensku og stærðfræði
Samræmd próf fara fram núna í september. Prófin eru í fyrsta sinn rafræn og höfum við aðeins prófað að taka þau þannig sem æfingapróf. Nemendur hafa jafnframt fengið prófið síðan í fyrra til þess að æfa sig.
Prófið hefst klukkan 09:00 en nemendur mæta eins og venjulega í skólann kl. 8:00 og eru búnir samkvæmt stundaskrá þessara daga.
7. bekkur
- Íslenska – fimmtudaginn 22. september.
- Stærðfræði – föstudaginn 23. september.
4. bekkur
- Íslenska – fimmtudaginn 29. september.
- Stærðfræði – föstudaginn 30. september.
Nánari upplýsingar um prófin er að finna hér. https://www.mms.is/rafraen-prof
Aðstoð við heimanám
Þeir nemendur sem óska eftir að fá aðstoð við heimanám geta mætt í stofuna hennarl Mundu á þriðjudögum og fimmtudögum á milli 13:40 og 14:10.
Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri, hvort sem er til að halda áætlun eða æfa ykkur í lestri.
Unnur Björk
Skólastjóri
Þorgrímur Þráinsson á Þingeyri
Á morgun, þann 15. september, ætla nemendur 5.-9. bekkjar að heimsækja Þingeyringa og hlýða á fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar. Hópunum verður skipt í mið- og unglingastig. Á meðan hvor hópur bíður eftir að berja átrúnaðargoðið augum þá er dagskrá sem Þingeyringarnar ætla að bjóða upp á.
Nemendur þurfa að taka með sér morgunesti en síðan borða þau hádegisverð með skólafélögum sínum og koma síðan heim.
Áætlað er að rútan fari héðan kl. 9 og komi til baka kl. 13. Kennsla verður í heimilisfræði hjá 7. og 9. bekk eftir að heim er komið.
Kennarar sem fara með í ferðina eru Edda og Grétar.
Unnur Björk
Skólastjóri
Lestur er bestur
Af hverju er alltaf verið að prófa börn í hraðlestri? Er það ekki lesskilningurinn sem skiptir mestu máli?
Meira