VALMYND ×

Fréttir

Kajakferð

Hann Siggi Hafberg var svo góður að bjóða okkur á Kajak. Daginn sem við fórum var rjómablíða og dásamlegt veður. Alir skemmtu sér konunglega og þökkum við kærlega fyrir okkur. 

Dagskrá maímánaðar

Í maí munum við bralla ýmislegt skemmtilegt. Við höfum sett upp sérstaka maídagskrá en athugið að sumt gæti breyst vegna veðurs. Við vonum hins vegar að sólin muni skína á okkur allan maí mánuð svo við getum notið sem mest útivistarinnar. Dagskrána er að finna hér

Útskriftarferð og vordagar

10. bekkur er í útskriftarferð ásamt Eddu kennara. Þær skruppu til Edinborgar í Skotlandi. Voru þær komnar um hádegi í gær til Edinborgar og tóku daginn rólega enda ferðalúnar eftir akstur um nóttina til Keflavíkur og beint flug. 

Þær stöllur eru væntanlegar heim ti Flateyrar aftur á fimmtudaginn um eða eftir kvöldmat.

Á meðan vinna nemendur skólans ýmiskonar verkefni. 7.-8. bekkur vinnur stórt þemaverkefni í dönsku sem þau ætla að kynna fyrir foreldrum og velunnurum skólans á skólasýningunni 25. maí nk. 

 

Frí á morgun uppstigningardag

Minnum á að það er enginn skóli á morgun, uppstigningardag. 

Sjáumst hress og kát á föstudaginnn kl. 8:15.

 

Kennarar GÖ

Íþróttir úti frá og með 1. maí

Frá og með 1. maí eru íþróttir kenndar úti. Það er því mikilvægt að nemendur komi í þægilegum fötum og skóm við hæfi (ekki gúmmístígvélum). 

Minnum á fatasund 3. maí og sundpróf 17. og 24. maí. 

 

Löng helgi

Á mánudaginn er starfsdagur kennara og á þriðjudaginn er 1. maí. Nemendur eiga því langa helgi og koma ekki aftur í skólan fyrr en á miðvikudagsmorguninn 2. maí. 

Njótið vel og vonandi fer nú vorið að láta sjá sig. 

 

 

Skíðaferð á morgun

Mæting í skólann samkvæmt stundatöflu. Nánari upplýsingar í tölvupóstinum ykkar...

Skuggamynd stúlku

Á mánudaginn fóru nemendur eldri deildar á leikritið Skuggamynd stúlku í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. 

Verki fjallar er farandleiksýning fyrir unglinga um hlutverk þeirra sem verða vitni að einelti. 

 

https://listfyriralla.is/event/skuggaynd-af-stulku/ 

 

Voru nemendur og kennarar afar ánægðir með sýninguna og spruttu upp góðar umræður að sýningu lokinni. 

Gleðilega páska

Nú eru nemendur farnir í kærkomið páskafrí eftir annasamar vikur undanfarið. 

Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. apríl. 

Gleðilega páska

Starfsfólk GÖ