VALMYND ×

Sýn og meginmarkmið:

,,Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og samskipti barna og ungmenna innbyrðis og við kennara sína eru ekki síður en viðfangsefni kennslustunda mikilvæg til að ná markmiðum skólanna og stuðla að velferð, námi og menntun. Starfshættir skólanna skulu mótast af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð.”.

Sýn Grunnskóla Önundarfjarðar

Allir hafa hið góða í sér og möguleikann til að verða betri manneskjur.

Stefna Grunnskóla Önundarfjarðar:

Skólinn leggur áherslu á að rækta hæfileika einstaklingsins og einbeitir sér að því að gera nemendur jafnt góða sem fróða.

Skólinn hefur ennfremur sett sér að:

Að koma til móts við þarfir hvers og eins nemenda eins og kostur er.

Auka gæði náms og kennslu með sífelldri endurskoðun og markvissri uppbyggingu.

Auka markvisst ábyrgð nemenda á námi, mætingu og hegðun.

Koma á skilvirku samskiptakerfi á milli heimilis og skóla