VALMYND ×

Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi er Jónína Hrönn Símonardóttir

Netfang: joninasi@isafjordur.is

Viðtalstímar í Grunnskóla Önundarfjarðar á milli kl. 9:00 og 13:30 síðasta miðvikudag í mánuði.

 

Náms- og starfsráðgjafi hefur starfsaðstöðu á efri hæð skólans. 

HLUTVERK NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFA

Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 segir um náms- og starfsráðgjöf:

Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla. Náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjöf felst í því að liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg. Mikilvægt er að nemendur fái aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf. Jafnrétti ber að hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að kynna piltum og stúlkum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi. Leitast skal við að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi (bls. 45).

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa eru:

Námsráðgjafi situr í nemendaverndarráði skólans og vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og aðra starfsmenn skólans auk skólasálfræðings og fleiri sérfræðinga er koma að málefnum nemenda.

Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur skólans og umsjónarkennara að því að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, sem varða námið, líðan þeirra í skólanum og fleira.

Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta bókað viðtöl hjá námsráðgjafa í gegnum síma eða netpóst. Nemendur geta einnig bankað upp á eða fengið aðstoð foreldra/forráðamanna eða kennara við að bóka viðtal. Einnig geta stjórnendur skólans og kennarar vísað málum til hans. 

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:

  • Veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.
  • Veita ráðgjöf varðandi náms- og starfsval.
  • Veita persónulega ráðgjöf og stuðning.
  • Bjóða uppá áhugasviðskannanir í 10. bekk.
  • Veita nemendum og foreldrum þeirra upplýsingar um framhaldsnám.
  • Vinna að eineltismálum í samvinnu við umsjónarkennara og annað starfslið skólans.
  • Standa vörð um velferð nemenda og er trúnaðarmaður og málsvari þeirra.

Ráðgjöf fyrir alla nemendur

Lögð er áhersla á að ráðgjöfin stendur öllum nemendum grunnskólans til boða. Nemandinn sjálfur eða foreldrar hans geta óskað eftir viðtali hjá náms- og starfsráðgjafa en auk þess geta umsjónarkennarar, skólastjórnendur og nemendaverndarráð vísað nemendum í viðtöl.

Trúnaður

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa. Náms- og starfsráðgjafi hefur jafnframt tilkynningaskyldu skv. Barnaverndarlögum.