VALMYND ×

Áframhaldandi óveður

Ennþá er ekkert lát á óveðri. Færðin var orðin þung fyrir smábíla í dag og þurfti aðstoð björgunarsveitar við að koma leikskólabörnum heim. Ég tek stöðuna í fyrramálið útfrá veðri og færð en einnig gæti komið til lokunar vegna tilmæla almannavarna. Tilkynningu um það hvort skólarnir verði opnir verður sett hér inn í fyrramálið.  Þó að við reynum í lengstu lög að hafa opið eru aðstæður til að koma börnum í skólann mismunandi. Ef foreldrar taka ákvörðun um að hafa börn sín heima þá skulu þeir tilkynna viðkomandi skóla um það og er litið á sklíkt sem eðlileg forföll. 

Símanúmer grunnskóla 450 8360

Símanúmer leikskóla 450 8260

Símanúmer skólastjóra 849 3446