Virðburðaríkar vikur
Þessa stundina er undirbúningur fyrir árshátíðina í fullum gangi. Verið er að gera leikmuni út um allan skóla og er mikil tilhlökkun hjá nemendunum. Árshátíðin verður 9. apríl næstkomandi og munum við senda út auglýsingu innan skamms.
Landsmótið í skólaskák fer fram á Ísafirði 3.-4. maí nk. Kjördæmamótin fara nú fram hvert eftir öðru. Vikuna 17. – 21. mars fór fram, í Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólanum á Ísafirði, velheppnað Vestfjarðarmót í skólaskák og vorum við í GÖ með 8 keppendur af 19 á þessu móti. Þrátt fyrir að hafa ekki náð sigri á mótinu, að þessu sinni, stóðu nemendurnir sig mjög vel og koma reynslunni ríkari af þessu móti og hlökkum við mikið til næsta skákmóts.
Vel heppnuðu Vestfjardarmóti í skólaskák lokið
Eins og Flateyringar og nágrannar hafa margir tekið eftir þá hafa átt sér stað upptökur á sjónvarpsþáttaséríu eftir bókinni Hildur eftir Satu Rämü. Nemendur og starfsfólk GÖ var svo heppið að fá tækifæri til að vera aukaleikarar í einni senu og verður spennandi að horfa á okkur sjálf sig í sjónvarpinu von bráðar.
Í síðustu viku var Bókmenntahátíðin á Flateyri og fékk grunnskólinn að taka þátt í henni. Nemendurnir voru mjög áhugasöm og spurðu margra skemmtilegra spurninga. Á fimmtudeginum komu Helen Cova, Tess Rivarola og Sindri Sparkle til okkar. Helen ræddi við þau hvernig við getum séð sjálfan rithöfundinn í verkum sínum, Sindri Sparkle ræddi um fjölbreytileikann og bókina Kvár eftir Elías Rúni og Tess kom með bókaverkið sitt ”Mismunandi líf. 7 gautur”, en það er lifandi bók sem hægt er að leika sér með.
Á föstudeginum komu grunnskólarnir á Suðureyri og Þingeyri í heimsókn og fengum við að heyra í tveim rithöfundum, þeim Elísabetu Thoroddsen og Bergrúni Írisi. Elísabet las upp úr bók sinni Rugluskógur en hún kemur út í maí. Við vorum fyrst til að heyra lesið upp úr þessari bók sem var mjög skemmtileg. Bergrún Íris sagði okkur frá sjálfri sér og hvað hún gerir. Las síðan upp úr bók sinni Kennarinn sem hvarf. Nemendur fengu að spyrja þær spurninga. Báðar voru þær með hugmyndir af nýjum bókum sem þær eru að fara að skrifa.
Rithöfundarnir fengu frábærar móttökur og við megum vera stolt af öllu okkar unga fólki! Helen Hafgnýr Cova fær sérstakar þakkir fyrir að skipuleggja þessa glæsilegu hátíð og leyfa okkur að taka þátt. Helen er einmitt starfsmaður hjá okkur í dægradvöl og vinnur frábært starf þar.