VALMYND ×

Fréttir af fjölbreyttu skólastarfi 3. mars 2023

Hér verða verkefnin sýnileg
Hér verða verkefnin sýnileg
1 af 3

 Í hverri viku senda umsjónarkennararnir metnaðarfullan vikupóst til foreldra þar sem farið er yfir það helsta sem hefur einkennt námið þá vikuna. Þemað sem báðir hópar eru að vinna með núna er lífríki jarðar en til að upplýsa ykkur betur byggi ég þessa frétt á póstum umsjónarkennaranna: 

Af yngra stiginu er þetta helst í fréttum:

Í þessari viku höfum við verið að vinna með lífríki jarðar-dýr. Þau völdu sér öll eitt dýr og fundu upplýsingar um það. Í stærðfræði erum við að vinna með mælingar og höfum við verið að mæla bæði úti og inni. Við munum samþætta þá vinnu með dýraverkefninu og mæla hæð okkar og svo hæð dýranna. Það verður skemmtilegt að komast að því hvað dýr eru minni en við og hvaða dýr stærri. Spurning hvort að öll dýrin komist inn í skólann? :)
Við hlóðum líka niður nokkrum dýraleikjum inn á I-pad og eitt þeirra var á dönsku, DR naturspillet og vakti það mikla lukku.  Við unnum með ritun og æfðum okkur í að skrifa litlu stafina. Mjög metnaðarfullir og duglegir krakkar.
Veðrið hefur leikið við okkur hefur uppáhalds leikurinn þessa vikuna verið að drullumalla.

Af miðstiginu er þetta helst í fréttum: 

Í þessari viku höfum við verið að æfa okkur í framburði og upplestri. Einnig höfum við tekið góðan tíma í vélritunaræfingar. Í íslensku höfum við verið mikið í ritun, einnig lærðum við um og bjuggum til okkar eigin hækur. Í stærðfræði erum við búin að læra tölfræði á fjölbreyttan hátt. Í ensku, dönsku og náttúrufræði höfum við verið að læra um lífríkið og þá sérstaklega dýr. Öll völdu sér dýr og fundu upplýsingar um það. Við héldum áfram í miðlalæsi í vikunni og ræddum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Í smíðum eru þau að smíða kassabíla, en stefnt er að kassabílarallýi þegar tekur að vora. Í myndmennt héldum við áfram að vinna grafíkverk. Auk þess prufuðum við að skrifa á ritvél og fjölrita með hectographi.