VALMYND ×

Fyrirtækja heimsóknir

Mér finnst rigningin góð :)
Mér finnst rigningin góð :)
1 af 10

Að þekkja sitt samfélag er öllum mikilvægt og er í Aðalnámskrá grunnskóla gerð grein fyrir þessum mikilvæga þætti í námi.  Ein leiðin sem við förum í skólastarfinu er að heimsækja þau fyrirtæki sem eru í þorpinu eða tengjast því á einhvern hátt. Með vettvangsheimsókn og fróðleik frá þeim sem starfa við fyrirtækin verður námið merkingarbærara.

Okkar fyrsta heimsókn þetta skólaárið var til Vestfisks á Flateyri sem nýlega hefur hafði framleiðslu á gæludýrafóður úr afurðum sem falla til við sjávarútveg og landbúnað og væru jafnvel ekki nýttar á annan hátt. Meðal hráefnis er roð, bein, rækjuskel  og horn. Ýmsar skemmtilegar vörur eru framleiddar úr þessu hráefni og tala meðfylgjandi myndir sínu máli þar um. Nemendur og starfsmenn hlustuðu af athygli og fengum við að smakka eina afurðina sem var eins og snakk úr rækjuskel. Við erum að vinna út frá Heimsmarkmiði nr 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu og var þessi heimsókn svo sannralega í anda þess markmiðs. 

Eftir páskana munum við halda áfram að heimsækja fyrirtæki og fræðast um starfsemi þeirra.