VALMYND ×

Fyrsti mánuðurinn að baki í skólastarfi

Í Grunnskóla Önundarfjarðar er öllum tekið opnum örmum.
Í Grunnskóla Önundarfjarðar er öllum tekið opnum örmum.
1 af 11

Heil og sæl

Hér koma fréttir af starfinu í Grunnskóla Önundarfjarðar þegar fyrsti mánuðurinn er að baki. Það er ýmislegt sem hefur áorkast og sjást þess glögg merki að hér er lifandi skólastarf í gangi. Verkefni nemenda skreyta ganga skólans og má þar fyrst nefna opinn faðm sem mætir gestum en það er mælingverkefni frá síðasta vori sem fengið hefur að hanga uppi. Þegar upp á efri hæðina er komið blasir við þetta flotta tré sem nemendur unglingastgs hafa málað á vegginn og er nú tilbúið til notkunar við ýmsa orðavinnu.  Ýmislegt er einnig unnið, ritað og lesið sem ekki sést uppi á veggjum. 

Á haustdögum fóru nemendur í gönguferðir, þau yngri út í skóg en eldrri nemendur gengu frá Botnsheiðar afleggjara niður að gangnamunna í Breiðadal. Veðrið lék ekki við okkur þennan daginn en við fórum nú samt sem áður og gekk allt vel. 

Á miðvikudaginn fengum við heimsókn frá Páli Halldóri sem ferðast um með veltibílinn. Allir nemendur og einhverjir starfsmenn prófuðu og fannst upplifunin merkileg og dálítið spennandi og fundu fyrir því hvernig beltin bjarga. Þennan sama dag fóru svo miðstigsnemendurnir á Suðureyri til að hitta fulltrúa frá Stofnun Árna Magnússonar sem færðu okkur verkefnið Handritin til barnanna. 

Núna þessa dagana er þemaverkefni í gangi hjá yngsta stiginu þar sem þau eru að læra ýmislegt um Önundarfjörð, verkefnið teygir sig einnig upp á mið og unglinastig en þau taka allan Vestfjarðakjálkann fyrir. Í tengslum við þetta verkefni er ýmis fríðleikur kominn upp á veggi. 

Myndir segja svo miklu meria en orðin svo ég læt hér fylgja myndasafn og einnig er hægt að skoða myndasöfn tengd ákveðnum dögum eða þemum hér á síðunni.