VALMYND ×

Gleðilegt ár

Kæru nemendur og foreldrar

Bestu óskir um að árið 2020 verði ykkur gleði og gæfuríkt. Starf leikskólans er komið á fullt að loknu jólafríi en í grunnskólanum verður starfsdagur mánudaginn 6. janúar og hefst kennsla svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar. Stundaskrá nemenda verður óbreytt frá því sem var fyrir áramótin. 

Mánaðarlegur starfsmannafundur leikskólans verður mánudaginn 13. janúar og opnar leikskólinn þá klukkan 10. Starfsdagur verður mánudaginn 27. janúar en þann dag ætla starfsmenn meðal annars að kynna sér starf á heilsuleikskóla. Á starfsdegi er leikskólinn lokaður allan daginn. 

Á leikskólanum höfum við fengið nýtt starfsfólk til liðs við okkur en Jóhanna Maggý Kristjánsdóttir sem er menntaður þroskaþjálfi hóf störf sem deildarstjóri í byrjun desember og nú í byrjun janúar hóf Hrefna Ásgeirsdottir störf í afleysingum vegna fæðingarorlofs. Báðar hafa þær meðal annars áhuga á útivist og hreyfingu og nýtast þeir kraftar vel í starfinu. 

Við förum inn í nýtt ár full af krafti og þori í leik og grunnskóla á Flateyri.