VALMYND ×

Íþróttahátíð fámennu skólanna- Fjölgreindaleikar

Ritunarstöð
Ritunarstöð
1 af 7

Fimmtudaginn 16. maí var hin árlega íþróttahátíð fámennu skólanna á Norðanverðum Vestfjörðum haldin og var nú komið að okkur að bjóða heim og halda utan um skipulagið. Við ákváðum að hafa hátíðina í anda fjölgreindarleika þar sem reyndi á hina ýmsu hæfni. Fjölgreindirnar eru að minnsta kosti átta; málgreind, tónlistargreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, líkams-og hreyfigreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind. Stillt var upp á sjö stöðvum og var þar meðal annars æfð samvinna, snerpa og samhæfing, kubb, golf, myndlist og ritun og má segja að komið hafi verið inn á flestar fjölgreindanna með einhverjum hætti. Það voru yfir 70 nemendur úr 1. - 7. bekk á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri sem tóku þátt í leikunum og einning voru fjórir nemendur úr 8. bekk með en þau sáu um að taka á móti hópunum á stöðvum. 

Eftir að fara á allar stöðvarnar fóru svo öll saman í sund og að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur áður en gestirnir héldu heim á leið. Dagurinn tókst ljómandi vel