VALMYND ×

Kaffihúsið

Æfing á Bróðir minn Ljónshjarta
Æfing á Bróðir minn Ljónshjarta
1 af 7

Kaffihúsið sem nú er orðinn árlegur viðburður hjá okkur í Grunnskóla Önundarfjarðar í tilefni af degi íslenskrar tungu  tókst frábærlega þetta árið. Húsið fylltist af gestum sem nutu þess að sjá nemendur og kennara sýna brot af því fjölbreytta starfi sem á sér stað í skólanum okkar. Fyrst sýndu nemendur leik og grunnskóla tónlistaratriði úr sögunnii Bróðir minn Ljónshjarta en tónlistarskólinn er með aðstöðu til að kenna nemendum í rúllandi stundaskrá innan skólatíma auk þess sem tónlist er kenn einu sinni í viku á yngsta og miðstigi. Í þessu atriði komu fram nemendur fra´fimm ára til fimmtán ára.  Síðan stigu nemndur unglingastigs á stokk, sungu einsöng, fluttu ljóð og að lokum sýndu þau stuttmyndina Bólufélagi sem þau settu saman eftir smásögu sem einn þeirra samdi. Að þessum flutningi loknum flæddi dagskráin um þar sem gestir fengu sér veitingar og færðu sig niður á neðri hæðina þar sem nemendur yngsta- og miðstigs voru  með lifandi sýningu á afrakstri vinnu með himingeyminn. Þar voru ýmsasr útgáfur af geimförum sem hreyfðust á mismunandi hátt með hjálp mótora, rafhlaðna og hreyfla. Einnig var hægt að sjá hvernig þau höfðu verið að kynnast notkun á smáforritum og gafst gestum kostur á að prófa og vakti það mikla lukku. Við eigum svo sannarlega mikinn mannauð hér í hæfileikaríkum nemendum og kennurum. Og við erum þakklát fyrir samfélagið sem stendur á bak við okkur og fylgist með því sem við erum að gera og tekur þátt í því.