VALMYND ×

Leiklistarmorgnar í G.Ö.

Þessa viku hafa allir dagar hafist á leiklistaræfingum sem kemur sér vel í aðdraganda árshátíðarvikunnar. Steinunn Ása sem hefur verið í vettvangsnámi hjá okkur í tvær vikur hefur stjórnað ýmsum æfingum sem reyna á hlustun, rýmisgreind, einbeitingu, líkamsbeitingu, samvinnu, traust og framkomu. 

Krakkarnir hafa lært að vinna út frá spuna, í byjun því sem kallað er frostspuni og síðan að búa til sinn karakter út frá búningi og að lokum að lesa handrit og setja síðan upp spunaþátt sem byggir á handritinu. 

Það var virkilega gaman að fylgjast með þessari vinnu og heyra hljóðið í nemendum í lokin þar sem þeir voru almennt mjög ánægðir. 

Meðfylgjandi myndir segja svo meira en mörg orð.