VALMYND ×

Litlu jól og jólafrí

20. desember „Litlu jólin“ kl. 9:30-12:10

Nemendur mæta spariklæddir í skólann kl. 9:30 með lítinn pakka í pakkaleik (gjöf sem kostar 500-1000 kr.) og lítið kerti til að búa til notalega stemningu í stofunni. Boðið verður upp á kakó og smákökur. 

Fyrir klukkan 11 verður farið á leikskólann þar sem dansað verður í kringum jólatré og væntanlega mæta þar jólasveinar. 

Af leiksklólanum höldum við svo öll saman í Gunnukaffi þar sem snæddur verður hátiðar málsverður. Að máltíð lokinni eru allir komnir í jólafrí.