VALMYND ×

Rýmingaræfing

Eitt af því sem þarf að gera reglulega er að æfa rýmingu skólans og var það gert í samvinnu við slökkviliðsmenn á Flateyri þann 6. maí. Við æfðum rýminguna tvisvar, annars vegar þegar allir nemendur voru í sínum stofum og fóru út um þann útgang sem næstur var, þ.e. yngir nemendur komust út um aðalinngang en eldri nemendur sem eru á efri hæðinni æfðu sig að fara niður brunastigann á svölunum. Sú rýming gekk fumlaust á vel innan við tveimur mínútum. Seinni rýmingin var æfð þannig að öll vorum við stödd á efri hæðinni og engin leið önnur en fara öll um brunastigann. Sú rýming reyndi meira á en öll fórum við niður að lokum með hvatningu og aðstoð.