VALMYND ×

Skemmtilegt útinám í G.Ö.

Á mánudaginn vorum við að vinna með Önundarfjarðar verkefnið, við vorum að nota pappamassa til þess að gera líkan af Önundarfirði, stærðarhlutfallið sem við notuðum er 1:20.000 sem þýðir að ef við stækkum líkanið okkar 20.000 sinnum þá verður það u.þ.b. jafn stórt og Önundarfjörður.

Á þriðjudaginn fórum við miðstigið með Jónu í sauðburð á Kirkjuból í Valþjófsdal, við fengum að gefa lömbum pela og hjálpa að marka og bera. Við gáfum kindunum sem voru nýbúnar að bera vatn og hey. Á meðan að við fórum í sauðburð fór yngsta stigið á kajak í höfninni og á miðvikudaginn skiptum við þannig að miðstigið fór á kajak og yngra stigið í sauðburð.

Á fimmtudaginn fórum við að fræðast um æðarvarp hjá Bessu í Innri-Hjarðardal og sáum nokkur hreiður. Konu æðarfuglinn heitir kolla og karlarnir heita bliki, kollurnar eru brúnar til þess að fela sig betur og blikarnir eru svartir og hvítir svo kollurnar verða skotnar í þeim. Svo fengum við að koma við æðardún og klappa hundi og gefa kindum fóður og hænum brauð, svo fórum við á Holtsströnd og löbbuðum út á Holtsodda og fórum í skeljakóng.   

Á föstudaginn skrifuðum við þessar fréttir og ætlum að halda áfram með Önundarfjarðar verkefnið. 

Á meðan við vorum að gera þetta voru unglingarnir í skólaferðalagi alla vikuna að fara hringinn í kringum landið.

Bestu kveðjur

Helga, Oscar, Signý og Zuzanna

Nemendur í 5.-6. bekk